Fara í efni

COVID - 19

Undanfarnir mánuðir hafa verið mörgum erfiðir en eftir nokkuð bærilegt sumar þar sem veiran lét lítið fyrir sér fara hefur hún nú blossað upp aftur og ekki síður skæð en þegar verst var í vor. Eru þetta mikil vonbrigði og aftur þarf að grípa til aðgerða vegna smitvarna. Bæjaryfirvöld vilja tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar hafi aðgang að góðum upplýsingum varðandi Covid-19 og um þær aðgerðir sem nauðsynlegt getur verið að grípa til í baráttunni við þennan óvelkomna vágest.

Á þessari síðu munum við birta upplýsingar tengdar Covid-19 veirunni og allar takmarkanir sem kunna að verða á starfssemi stofnana Hveragerðisbæjar vegna hennar. Hér má einnig finna viðbragðsáætlanir Hveragerðisbæjar og fleira tengt almannavarnaástandi eins og nú hefur skapast.

Hér má finna leiðbeiningar vegna COVID-19 en það er mjög mikilvægt að allir kynni sér þær vel og fylgi þeim til hins ýtrasta. Þá hefur embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri og Almannavarnardeild opnað vefinn www.covid.is - vegna Covid-19 kórónuveirunnar þar sem finna má góð ráð og allar tölulegar upplýsingar.

Á heimsíðu landlæknis www.landlaeknir.is má einnig sækja upplýsingar sem og á síðu almannavarna www.almannavarnir.is

Reglur sem okkur ber að fara eftir breytast hratt og nú hafa tekið gildi nýjar reglur sem finna má hér. https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni

Enn sem komið er hafa ekki greinst mörg smit hér í Hveragerði í þessari þriðju bylgju faraldursins en eingungis einn er í einangrun í bæjarfélaginu þegar þetta er skrifað. Slíkt getur aftur á móti breyst hratt ef ekki er farið að þeim tilmælum sem í gildi eru. Á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands www.hsu.is munu framvegis birtast tölur um fjöla í einangrun og fjölda í sóttkví í bæjarfélögum á starfssvæði stofnunarinnar. Er mikilvægt að hafa greiðan aðgang að slíkum upplýsingum til að hægt sé að meta þörf á aðgerðum miðað við bestu upplýsingar hverju sinni.

En það er mikilvægt að muna að við lifum núna tímabundið ástand og það er ekkert sem gefur til kynna að við munum ekki í framtíðinn ná aftur fyrri styrk og öflugu og skemmtilegu mannlífi. Með þá vissu tökumst við á við stöðuna í dag og munum einnig að saman náum við að sigra þennan bardaga
 
Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri

 

Síðast breytt: 08.10.2020