Sumarstarfsmaður í eldhús á Undralandi
Leikskólinn Undraland óskar eftir starfsmanni í 50-60% starf í aðstoð í eldhúsi frá lok apríl og út ágúst (leikskólinn er í sumarfríi 5 vikur frá 6.júlí - 9. ágúst).
Starfið felur í sér aðstoð við uppvask og matseld, skömmtun og undirbúning flutnings hádegisverðar milli leikskóla, frágang í eldhúsi eftir máltíðir og fleira tilfallandi í mötuneyti. Til greina kemur að auka við starfshlutfall og starfa við afleysingar á deildum á móti störfum í eldhúsi. Starfið hentar öllum kynjum
Hæfniskröfur:
Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. Hreint sakavottorð.
Laun verða greidd samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. .
Umsóknareyðblöð eru rafræn í íbúagátt Hveragerðisbæjar: starfsumsókn.
Nánari upplýsingar veitir Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri í síma: 4884551 og 8678907 eða á netfanginu annaerla@hveragerdi.is