Sumarstarf Hveragerðisbæjar fyrir 16-20 ára ungmenni með skerta starfsgetu
Sumarið 2024
Sumarstarfið hentar m.a. ungmennum af sérnámsbrautum framhaldsskóla og/eða ungmennum með skerta starfsgetu sem hafa þörf fyrir starfsþjálfun og eru að finna sig á vinnumarkaði.
Um ræðir m.a. starf í eldhúsinu í Bungubrekku eða við Garðyrkjudeild Hveragerðisbæjar. Störfin sem í boði verða fara eftir fjölda umsókna og reynt verður að koma til móts við óskir umsækjanda ef óskað verður eftir öðrum störfum innan bæjarfélagsins. Viðkomandi þarf að eiga lögheimili í Hveragerði.
Vinnutími getur verið eftir samkomulagi á dagvinnutíma, yfir tímabilið 3. Júní – 16. ágúst. Taka ber fram að lokað er í Bungubrekku 13.júlí – 6. ágúst svo ekki verður hægt að sækja um starf þar á því tímabili.
Tekið verður tillit til ólíkra þarfa umsækjanda og munu verkefni miða út frá getu hvers og eins.
Vinnutími umsækjanda er ákveðinn í samráði við starfstöð.
Greitt er skv. kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags.
Sótt er um starf í gegnum íbúagátt undir Umsóknir> mannauðsmál> umsókn um sérstækt sumarstarf ungmenna 16 - 20 ára.