Fara í efni

Myndbandasamkeppni - besta myndbandið um birki!

Átakið Söfnum og dreifum birkifræi efnir til stuttmyndasamkeppni meðal nemenda í grunn- og framhaldsskólum. Samkeppnin hófst 27. apríl. Hægt er að skila inn mynd(um) til og með 30. september. Úrslit verða tilkynnt um miðjan október 2021. Innsent efni verður að fjalla um birki. Ákveðið var að hefja keppnina í vor svo þátttakendur gætu tekið myndskeið af birki á öllum þroskastigum - allt frá því að fyrstu sprotarnir koma í ljós þar til reklar verða fullþroska í haust. Vel má vera að sumir þátttakenda vilji mynda þennan feril frá upphafi til enda.

Nánari upplýsingar um verkefnið Söfnum og dreifum birki er að finna á vefsíðunni www.birkiskogur.is

Hverjir geta tekið þátt?
Þátttakendur verða að vera nemendur í grunn- eða framhaldsskólum.

I. Flokkur – framhaldsskólar
Hámarkslengd myndbands: 60 sek

II. Flokkur – grunnskólar
Hámarkslengd myndbands: 60 sek

Hver þátttakandi getur sent inn fimm videomyndir. Engar hömlur eru settar hvað varðar tæki sem er notuð við gerð myndbanda. Sama gildir um efnismeðferð. Hins vegar eru gerðar kröfur um að myndin/myndirnar frá hverjum og einum fjalli um birki á Íslandi, lengd innsendra myndbanda fari ekki yfir 60 sekúndur og að skráningarformið á www.birkiskogur.is sé fyllt út.

Veitt verða þrenn verðlaun í hvorum flokki. 1., 2. og 3. verðlaun.

Myndböndin verða að hafa heiti. Það er á ábyrgð þátttakenda að leyfi sé fyrir aðfengnu efni. Öll notkun á efni sem er fengið að láni er á ábyrgð þeirra sem búa til myndböndin.

Hvatt er til þess að eingöngu sé notað efni sem þáttakendur hafa tekið upp og framleitt sjálfir. Aldurstakmörk á samfélagsmiðlum eru 13 ár á Íslandi. Ef þátttakandi er yngri en 13 ára verður hann að hafa leyfi foreldra/forráðamanna til að taka þátt.

Hvernig á að skila inn efni?

  • Þegar myndbandið er tilbúið (og uppfyllir skilyrði hér að framan) á þátttakandi að pósta því á sínum Instagram reikningi og nota myllumerki keppninnar sem er
    #birki2021
  • Á síðunni www.birkiskogur.is er skráningarform sem þátttakandi þarf að útfylla. Þar þarf m.a. að koma fram nafn höfunda(r) heiti Instragram reiknings, sími, netfang og slóð inn á myndbandið. Hægt verður að skoða innsend myndbönd á síðunni www.birkiskogur.is
  • Lokafrestur til að skila myndbandi er til miðnættis 30. september 2021.

Verðlaun, dómnefnd og frekari upplýsingar
Heimilistæki og Tölvulistinn leggja til vegleg verðlaun.

Framhaldsskólavinningar
1. Apple iPhone 12 64GB í lit að eigin vali
2. TCL 40" snjallsjónvarp
3. JBL Charge 5 bluetooth hátalari í lit að eigin vali

Grunnskólavinningar
1. Apple iPhone 12 64GB í lit að eigin vali
2. Samsung Galaxy Tab A7 spjaldtölva
3. JBL Live 650 bluetooth heyrnartól í lit að eigin vali

Nánar um verðlaunin á síðunni www.birkiskogur.is

Í sumar verður skipuð dómnefnd og sagt frá henni á heimasíðunni. Úrslit verða tilkynnt um miðjan nóvember. Nánari upplýsingar um keppnina veita Kristinn H. Þorsteinsson í síma 834 3100 og Áskell Þórisson í síma 896 3313.

Netfang keppninnar er stuttmynd2021@birkiskogur.is 

 


Síðast breytt: 8. júní 2021
Getum við bætt efni síðunnar?