Fara í efni

Sumarstarf á bókasafninu í Hveragerði

Bókasafnið í Hveragerði auglýsir eftir sumarstarfsmanni. Starfið felst í afgreiðslu og upplýsingagjöf til lánþega, þrifum og frágangi á safnkosti, aðstoð við viðburði og fleira tilfallandi. Unnið er á vöktum virka daga og annan hvern laugardag. Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Krafist er ríkrar þjónustulundar, sjálfstæðra vinnubragða, stundvísi og jákvæðni.

Nánari upplýsingar veitir Edda Hrund, forstöðumaður, eddahrund@hveragerdi.is

Sækja um starf á bókasafninu í Hveragerði


Síðast breytt: 27. febrúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?