Fara í efni

Starfsmann vantar á bókasafnið

Bókasafnið í Hveragerði auglýsir eftir bókaverði í fullt starf. Um framtíðarstarf er að ræða. Helstu verkefni eru almenn afgreiðsla og þjónusta við notendur safnsins, upplýsingaleit, frágangur safngagna og uppröðun.

Hæfnikröfur:
* Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
* Góð kunnátta í íslensku og ensku
* Góð tölvufærni
* Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
* Reynsla af starfi með börnum er kostur
* Reynsla af starfi á bókasafni og þekking á bókasafnskerfum er kostur

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Edda Hrund í síma 483 4531.
Hægt er að skila umsókn í gegnum íbúagátt Hveragerðisbæjar eða senda í netfangið eddahrund@hveragerdi.is.
Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2022.


Síðast breytt: 5. janúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?