Fara í efni

Starfsmaður í stuðningsþjónustu

Hveragerðisbær leitar að starfsmanni til að sinna stuðningsþjónustu við fatlaða. Starfið felur í sér að vera fylgdarmaður í bíl við barn með fatlanir og flogaveiki á leið í skóla, með bílstjóra. Akstur fer fram á milli tveggja sveitarfélaga á milli 8 og 10 virka morgna.

Starfsmaður mun fá sérþjálfun sem felur m.a. í sér að kenna rétt viðbrögð ef á þarf að halda.

Helstu verkefni og ábyrgð.
Að fylgja og aðstoða inn og út úr bíl.
Að veita stuðning og eftirlit í bíl.
Að þekkja fötlun og geta brugðist við flogum.

Að þekkja verklagsreglur sem lúta sérstaklega að þessu verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

Að hafa þekkingu og reynslu í vinnu með fólki með fatlanir.
Æskilegt að hafa hlotið þjálfun í skyndihjálp.
Að vera með hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Hveragerðisbæjar.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald í íslensku.

Laun eru greidd samkvæmt samningi Hveragerðisbæjar og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Elísabet Ólafsdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi í síma 4834000 eða í netfangið annalisa@hveragerdi.is


Síðast breytt: 15. febrúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?