Fara í efni

Starf í boði - Sérfræðingur í málefnum barna með stuðningsþörf í frístundastarf

Bungubrekka
Bungubrekka

Bungubrekka er frístundamiðstöð barna og ungmenna í Hveragerði og hefur yfirumsjón á skipulagningu og rekstri á því frístundastarfi sem sveitarfélagið ber ábyrgð á og býður upp á. Frístundamiðstöðin Bungubrekka hefur tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og er starfið í heild í stanslausri þróun. Frístundastarf í Hveragerði í gegnum Bungubrekku er í sérflokki á Íslandi og framþróun starfsins hvergi nærri lokið.

Síðastliðin ár hefur allt starf í frístundaheimilinu og félagsmiðstöðinni verið endurskipulagt til hins betra ásamt því að frístundamiðstöðin hefur tekið yfir sumarnámskeið og vinnuskóla sveitarfélagsins. Ásamt því hefur verið sett upp rafíþróttaklúbbur og framundan er að endurskipuleggja umgjörð sveitarfélagsins í kringum ungmennastarf.

Inn á heimasíðu Bungubrekku má finna ítarlegri upplýsingar um starfsemina: www.bungubrekka.hvg.is

Næsta skref Bungubrekku í þróun frístundastarfs er að innleiða velferðarúrræði og bjóða upp á innihaldsríkt frístunda- og tómstundastarf í öruggu og skapandi umhverfi fyrir börn og ungmenni, 10 ára og eldri, með stuðningsþörf og leitum við því að sérfræðing í málefnum barna með stuðningsþörf í frístundastarfi.

Hlutverk og verkefni

  • Þróa og móta framtíðarsýn á velferðúrræði fyrir börn með stuðningsþörf í frístundastarfi hjá Hveragerðisbæ innan Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku í góðu samstarfi við Fræðslu og velferðarsvið Hveragerðis.
  • Starfa með börnum með stuðningsþörf hluta úr degi.
  • Bjóða uppá innihaldsríkt frístunda- og tómstundastarf í öruggu og skapandi umhverfi
  • Leiðbeina og tyggja þátttöku skjólstæðinga í starfi með styrk þeirra að leiðarljósi
  • Stíga inn í fjölbreytt hlutverk eftir þörfum og hæfni innan Bungubrekku.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar, s.s. tómstunda- og félagsmálafræði, sérkennslumenntun eða sambærileg menntun.
  • Framúrskarandi mannleg samskipti.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og góð hæfni að vinna í teymi með öðrum.
  • Jákvætt og lausnamiðað hugarfar
  • Mikilvægt er að viðkomandi sé meðvitaður um þróun og mótun slíks starfs.

Umsóknarfrestur er til og með 20. september.
Æskilegt ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Sótt er um starfið inná íbúagátt Hveragerðis. 

Íbúagátt Hveragerðisbæjar

Fyrir frekari upplýsingar varðandi starfið er hægt að hafa samband við, Ingimar Guðmundsson forstöðumann frístundamála, ingimar@hvg.is


Síðast breytt: 8. september 2023
Getum við bætt efni síðunnar?