Fara í efni

Heilsuefling eldri íbúa í Hveragerði

Hópur A að teygja á í lok æfingar.
Hópur A að teygja á í lok æfingar.

Heilsuræktarnámskeið fyrir eldri íbúa hófst að nýju þann 15. febrúar sl.. Þátttaka vonum framar en 82 manns skráðu sig til leiks.

Covid-19 hefur haft mikil áhrif bæði líkamlega og andlega á heilsufar fólks og því ljóst að eftirvænting eftir nýju námskeiði var mikil. Vegna fjöldatakmarkana þurfti að þrískipta hópnum í upphafi og var þá hver hópur fyrir sig á tveimur æfingum í viku. Í kjölfar tilslakanna verður þó hægt að skipta hópnum í tvennt þannig að allir fái æfingu þrisvar í viku.

Kennari er Berglind Elíasdóttir M.Ed. íþrótta- og heilsufræðingur en hún hefur sérhæft sig í þjálfun eldri aldurshópa og vann meistaraverkefnið sitt í tengslum við það. Hún sér um skipulag og framkvæmd námskeiðsins.

 

Forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefna aldraðra

Rannveig Reynisdóttir


Síðast breytt: 26. febrúar 2021
Getum við bætt efni síðunnar?