Fara í efni

Frístundaleiðbeinandi - Frístundamiðstöðin Bungubrekka

Frístundamiðstöðin Bungubrekka óskar eftir frístundaleiðbeinanda í 100% starfshlutfall.

Starfið felur i sér þátttöku í heildarstarfi Bungubrekku og vinnu þvert á allt frístundastarf sem frístundamiðstöðin heldur utan um.

Starfið felur í sér þáttöku í öllu starfi Bungubrekku

  • Skipulagsvinna fyrir hádegi
  • Frístundaheimili eftir hádegi
  • Félagsmiðstöð ákveðin kvöld
  • Sumarnámskeið yfir sumarið
  • .....margt fleira!

Starfið skiptist upp á eftirfarandi hátt þegar skólastarf er í gangi.

  • 20-25% skipulagsvinna (fyrir hádegi)
  • 50-55% dagvinna (eftir hádegi)
  • 25-30% kvöldvinna (eftir klukkan 17:00)

Á sumrin þegar grunnskólar eru lokaðir breytist vinnutíminn yfir í 100% dagvinnu milli 08.00 og 16:00 á meðan sumarstarf Bungubrekku stendur yfir.

Verkefni, ábyrgð og þátttaka í starfi miðast við umsækjendur, hæfni og áhuga þeirra en staðlaða starfslýsingu má finna á heimasíðu Bungubrekku: Starfslýsing  

Hvetjum áhugasama til þess að hafa samband við forstöðumann frístundamála, Ingimar Guðmundsson í gegnum tölvupóst ingimar@hvg.is ef það eru eitthverjar vangaveltur varðandi stöðuna.


Síðast breytt: 7. febrúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?