Fara í efni

Bókasafnið í Hveragerði lokar tímabundið

Vegna hertra aðgerða í baráttunni við Covid-19 verður bókasafnið lokað frá og með morgundeginum 23. mars. Starfsfólk mun skipta með sér vöktum og taka á móti pöntunum á bókum og öðrum safngögnum í síma og tölvupósti. Hægt verður að fá pantanir afhentar við inngang safnsins eða heimsendar (innanbæjar). Engar sektir munu reiknast á meðan lokun safnsins stendur en þeir sem vilja geta skilað gögnum í skilakassann við inngang bókasafnsins.
 
Í ljósi alls þessa verður samkomum líkt og leshring og prjónakaffi frestað um sinn. Við hvetjum ykkur til að hugsa vel um ykkur og ykkar nánustu og hika ekki við að hafa samband ef við getum þjónustað ykkur á einhvern hátt.
 
Sími: 483 4531
 
 
 

Síðast breytt: 25. mars 2020
Getum við bætt efni síðunnar?