Fara í efni

Umhverfisnefnd

46. fundur 09. maí 2022 kl. 17:00 - 18:25 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður
  • Pétur Reynisson
  • Thelma Rós Kristinsdóttir
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Höskuldur Þorbjarnarson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarsson Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Skýrsla verkfræðistofunnar Eflu um nýjar áherslur í sorpmálum "borgað þegar hent er"

2205027

Þann 1. janúar 2023 kemur til framkvæmda ný nálgun í gjaldtöku vegna söfnunar og förgunar sorps. Ætlunin er að gjaldtaka sé sem næst raunkostnaði og því ekki teknir fjármunir úr sameiginlegum sjóðum til að greiða fyrir sorpmál. Samband Íslenskra Sveitarfélaga fékk verkfræðistofuna Eflu til að vinna skýrslu um þetta nýja kerfi og mögulega innleiðingu. Ýmsum möguleikum er þar velt upp en ljóst er að það getur verið flókið verkefni að innleiða nýtt kerfi svo vel sé í þessum málaflokki.
Umhverfisnefnd felur Umhverfisfulltrúa að vinna að innleiðingu nýs kerfis á sem hagkvæmastan hátt og með sem minnstu raski fyrir íbúa Hveragerðis. Þetta þarf að gerast í nánu samráði við þjónustuaðila bæjarins í sorpmálum og þarf því að hefja samræður hið fyrsta.

2.Hugmyndir um staðsetningu á grenndarstöðvum til sorpmóttöku.

2205028

Til stendur að koma upp tveimur litlum hverfisstöðvum til sorpmóttöku. Þar verður tekið á móti þeim úrgangi sem óæskilegt er að henda í einhverja af þeim þremur tunnum sem eru við heimili svo sem gler og textílvörur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu þessara stöðva en það er nauðsynlegt áður en lengra verður haldið.
Umhverfisnefnd telur rétt að óska eftir hugmyndum að hugsanlegri staðsetningu stöðvanna og biður því íbúa að senda sínar hugmyndir í íbúagátt. Nauðsynlegt er að staðsetningin nýtist sem flestum, sé á landi bæjarins og valdi ekki íbúum óþarfa truflun.

3.Verkefni sumarsins hjá umhverfi og garðyrkjudeild.

2205029

Sem fyrr er sumarið aðal frammkvæmdatími bæði Umhverfis og Garðyrkjudeildar. Fyrst og fremst er um að ræða hefðbundið viðhald bæjarins. Fræsa og malbika þarf nokkrar götur en einnig verða nokkrir göngustígar malbikaðir en þeim er mjög farið að fækka eftir átak undanfarinna ára. Margir nýir bekkir verða einnig settir upp víðs vegar um bæinn. Eftir erfiðan vetur þarf bæði að laga vegakanta og umferðarskilti en einnig þarf að endurmála nánast allar merkingar á götum. Sláttur á grænum svæðum er að komast í gang en þeim fjölgar nokkuð í takt við stækkun bæjarins. Við ný hverfi og götur þarf einnig að ganga frá ýmsum opnum svæðum. Leikvellir þurfa sitt viðhald og einnig verða sett upp einhver ný leiktæki. Það er þvi mikið verk fram undan líkt og vanalega.
Umhverfisnefnd þakkar Umhverfis og Garðyrkjudeildum fyrir þeirra starf og vonar að verkefni sumarsins gangi vel.

Fundi slitið - kl. 18:25.

Getum við bætt efni síðunnar?