Fara í efni

Umhverfisnefnd

45. fundur 17. mars 2022 kl. 16:30 - 19:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður
  • Pétur Reynisson
  • Thelma Rós Kristinsdóttir
  • Sigrún Árnadóttir
Starfsmenn
  • Höskuldur Þorbjarnarson umhverfisstjóri
  • Kristín Snorradóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarsson Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Elísabet Björney Lárusdóttir fer yfir Zero waste verkefnið og yfirfærslu þess til Umhverfisnefndar.

2203066

Umhverfisnefnd þakkar Elísabetu Björneyju Lárusdóttur fyrir hennar framlag. Nú mun nefndin taka boltann og vinna að því að minnka úrgang sem frá sveitarfélaginu kemur sem og að bæta endurnýtingu og endurvinnslu.
Elísabet Björney Lárusdóttir mætti á fundinn og fór yfir zero waste verkefnið og afhenti nefndinni markmiðaskjal sem nýtist til að fylgjast með úrgangsmálum sveitarfélagsins í framtíðinni.

2.Hringrásarhagkerfið og ný verkefni því tengt á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2203067

Miklar breytingar eru framundan varðandi meðhöndlun sorps hér á landi. Þessar breytingar voru samþykktar árið 2021 og munu koma til framkvæmda 1. janúar 2023 en í þeim fellst meðal annars samræmd flokkun á landsvísu og urðun verði hætt. Samtaka um hringrásarhagkerfið er verkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið.

Á fundi sínum þann 3. mars síðastliðin samþykkti bæjarráð Hveragerðisbæjar að taka þátt í þessu verkefni og tengiliðir við það af hálfu sveitarfélagsins yrðu Umhverfisfulltrúi og formaður umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd fagnar því að þetta verkefni hafi verið sett á fót af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga enda mikilvægt að hvert sveitarfélag sé ekki einangrað að reyna að þróa þessi mál áfram.

3.Niðurstöður könnunar á ánægju með þjónustu sveitarfélaga.

2203068

Á tímabilinu 8. nóvenber 2021 til 12. janúar gerði Gallup könnun á ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagana. Líkt og síðustu ár tók Hveragerðisbær þátt í þessari könnun enda mikilvægt að vita hvernig íbúar upplifa sitt nærumhverfi. Að auki lét Hvergerðisbær spyrja nokkura aukaspurninga um umhverfismál til að fá nánari innsýn í viðhorf bæjarbúa í þeim málum.

Helstu niðurstöður eru þær að íbúar eru afar ánægðir með sitt sveitarfélag og þjónustuna sem þar er í boði. Þeir eru líka mjög ánægðir með flest sem snýr að umhverfismálum en helst eru það sorpmálin sem ánægjan er minnst og hefur minnkað frá fyrra ári. Að líkindum spilar þar inn í að skipt var um þjónustuaðila sorphirðu síðasta sumar og fylgdu ýmsir byrjunarörðugleikar þeirri breytingu. Hugsanlegt er líka að staðan á gámasvæði bæjarins spili þarna inn í en það er barn síns tíma, of lítið og opnunartími takmarkaður.
Umhverfisnefnd fagnar því að íbúar séu almennt ánægðir með umhverfi sitt og þjónustu sveitarfélagsins. Eftirtektarvert er hvað íbúar eru meðvitaðir um flokkun sorps og hvað sveitarfélagið hefur staðið sig vel í þeim málum. Ljóst er þó að alltaf má gera betur og eru það helst sorpmálin sem huga þarf að. Líklegt er að nú þegar nýr þjónustuaðili sorphirðu hefur komist betur inn í verkið og byrjunarerfiðleikar leystir muni ánægja aukast. Ýmsar breytingar eru svo í farvatninu eins og kom fram í lið 2 og ljóst að það þarf að halda vel utan um þær breytingar. Á næstu árum mun nýtt gámasvæði verða byggt upp og mun það gera betri þjónustu þar mögulega. Nefndin vill þó taka fram að þjónusta starfsmanna gámasvæðisins er til fyrirmyndar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?