Umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Skýrsla Íslenska Gámafélagsins um sorpgreiningu í Hveragerði.
2112034
Nýlega tók Íslenska Gámafélagið við sorphirðu í Hveragerði. Til að meta hvað fellur til af úrgangi og hversu vel bæjarbúar flokka sorp frá heimilum sínum var gerð handahófsgreining á sorpi sem frá bænum kom. Við greiningu kom fram að hlutfall sem var rétt flokkað var um 59% en það þýðir að rúmlega 40% hefði verið hægt að koma í endurvinsluferli.
Umhverfisnefnd þakkar Íslenska Gámafélaginu fyrir þessa greiningu. Ánægjulegt er að sjá að nálægt 60% þess efnis sem efnis sem var kannað var rétt flokkað. það er þó ljóst að betur má ef duga skal og því þurfa bæjarbúar að bæði bæta flokkun svo enn lægra hlutfall og þá helst ekkert sé rangt flokkað. Eins er mikilvægt að draga úr heildarmagni þess úrgangs sem fer í förgun með bættum neysluvenjum. Nefndin leggur einnig til að sambærileg greining fari fram árlega svo hægt sé að meta stöðuna með sambærilegum hætti ár frá ári.
2.Umhverfisstefna Hveragerðisbæjar.
2111064
Farið var yfir uppkast af hluta nýrrar umhverfisstefnu.
Umhverfisnefnd mun fara yfir þær greinar nýrra umhverfisstefnu sem komnar eru og taka þær til endanlegrar meðferðar á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Getum við bætt efni síðunnar?