Fara í efni

Umhverfisnefnd

43. fundur 30. nóvember 2021 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Hrund Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Höskuldur Þorbjarnarson umhverfisstjóri
  • Kristín Snorradóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarsson Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Umhverfisstefna Hveragerðisbæjar

2111064

Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag sem sífellt verður eftirsóknarverðara til búsetu. Sérstaða í umhverfismálum hefur verið sú ímynd sem margir, bæði heimamenn og aðrir, hafa og hafa haft frá ómunatíð. Síðast var samþykkt umhverfisstefna fyrir Hveragerði árið 2012 og því var kominn tími til að endurskoða þá stefnu og ákvað umhverfisnefnd að hefja þá vinnu snemma árs árið 2020. Undirbúningsvinna hefur farið fram síðan og ýmislegt komið í ljós en einnig hefur lagaumhverfi verið breytt en taka þarf tillit til þess við gerð nýrrar stefnu.
Nefndin ákvað að á sama tíma og ný umhverfisstefna verður undirbúin verði gerð sérstök loftslagsstefna enda er þess krafist í lögum að öll sveitarfélög komi sér upp slíkri stefnu. Til að leggja áherslu á umhverfisstefnuna og gera framkvæmd hennar skilvirkari ákvað nefndin að gerð verði aðgerðaráætlun í umhverfismálum samhliða umhverfisstefnunni þar sem eftir atvikum mælanleg og tímasett markmið verði sett fram. Þessa aðgerðaráætlun skal svo endurskoða reglulega þar sem árangur verður metinn. Nefndi vill í nýrri umhverfisstefnu leggja sérstaka áherslu á flokkun úrgangs, aðgengi að rafmagni fyrir rafmagnsfarartæki, gönguleiðir og aðgengi fyrir alla, skógrækt og græn svæði.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?