Umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Lystigarðurinn - áætlun fyrir sumarið.
2104064
Í vetur hefur verið unnið að grisjun og ýmsum undirbúningi fyrir sumarið í Lystigarðinum. Gerð hefur verið áætlun af vinum Fossflatar um nýtt útlit á trjábeðum við inngang garðsins og verður unnið að fyrsta áfanga í sumar.
Nefndin lýsir ánægju með þessar áætlanir og frumkvæði vina Fossflatar í þessu máli.
2.Plokkdagurinn 24. apríl 2021.
2104065
Allt er að verða til reiðu fyrir plokkdaginn 24. apríl. Gert er ráð fyrir að hittast klukkan 10:00 við Lystigarðinn og halda þaðan um bæinn að huga að rusli. Að því loknu kemur fólk með það sem safnaðist aftur að lystigarðinum en starfsmenn bæjarins munu koma því á gámasvæðið til förgunar.
Umhverfisnefnd hvetur alla sem það geta að leggja sitt af mörkum til að fegra bæinn.
3.Sumarið hjá garðyrkju og umhverfisdeild.
2104066
Sumarstarfsmenn hafa verið ráðnir til garðyrkjudeildar. Að venju verður umhirða gróðurs og grænna svæða í forgrunni starfs sumarsins. Sérstök áhersla verður á að laga grasflatir sem hafa ekki verið til fyrirmyndar. Talsvert hefur verið útvegað af trjám sem þarf að planta út í sumar. Vinnuskólinn verður með hefðbundnu sniði og verður vonandi góð þátttaka í honum.
Að vanda verður mikið um að vera hjá umhverfisdeild. Nokkrir sumarstarfsmenn verða ráðnir til afleysinga í áhaldahúsi og gámasvæði. Ætlunin er að malbika svipað mikið og í fyrra en þegar er byrjað að endurgera gangstéttar í bænum. Vegmerkingar verða endurnýjaðar að venju og fyrsta götusópun vorsins stendur fyrir dyrum.
Að vanda verður mikið um að vera hjá umhverfisdeild. Nokkrir sumarstarfsmenn verða ráðnir til afleysinga í áhaldahúsi og gámasvæði. Ætlunin er að malbika svipað mikið og í fyrra en þegar er byrjað að endurgera gangstéttar í bænum. Vegmerkingar verða endurnýjaðar að venju og fyrsta götusópun vorsins stendur fyrir dyrum.
Umhverfisnefnd þakkar Garðyrkjufulltrúa og Umhverfisfulltrúa fyrir yfirferð þeirra yfir starf komandi sumars.
4.Umhverfisstefna Hveragerðisbæjar.
2009051
Unnið var að endurskoðun umhverfisstefnu Hveragerðisbæjar í samræmi við samþykkt 34. fundar nefndarinnar.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að ný umhverfisstefna taki mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna. Enn fremur er lögð áhersla á myndræna framsetningu og skýran texta. Nefndin ákvað að halda áfram vinnu við stefnuna á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Getum við bætt efni síðunnar?