Umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Verkefni líðandi sumars.
2009049
Umhverfisfulltrúi og Garðyrkjufulltrúi fóru yfir það helsta sem unnið var að í sumar. Að venju voru verkefnin mörg og fjölbreitt. Sérstaklega var áhugavert að heyra frá starfi Garðyrkjufulltrúa en það er ný staða hjá Hveragerðisbæ.
Umhverfisnefnd þakkar Umhverfisfulltrúa og Garðyrkjufulltrúa fyrir áhugaverða yfirferð. Nefndin hvetur einnig til þess að hugað verði að bættri aðstöðu fyrir garðyrkjudeild eftir afar góða reynslu af starfi sumarsins.
2.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
2009050
Farið var yfir drög af skýrslu um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna frá því í vor en hún er langt komin.
Umhverfisnefnd mun halda áfram að vinna að skýrslunni. Nefndin telur raunhæft að ljúka vinnunni fyrir næstu áramót.
3.Umhverfisstefna Hveragerðisbæjar.
2009051
Á 34. fundi Umhverfisnefndar var samþykkt að hefja vinnu við endurskoðun á umhverfisstefnu Hveragerðisbæjar. Framhald málsins var rætt á fundinum.
Umhverfisnefnd mun halda vinnunni áfram samhliða vinnu við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðana enda eru málin samofin að nokkru leiti.
4.Zero Waste verkefnið og Hveragerðisbær.
2009052
Hveragerði og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga / SASS vinna saman að tvíþættu verkefni sem gengur út að máta hugmyndafræði Hringrásarhagkerfis (zero waste) við sunnlensk sveitarfélög og hefur Hveragerðisbær samþykkt að vera „tilraunasamfélag“ í þessu verkefni. Ætlunin er að nýta aðferðir samsköpunar (co-creation) við að innleiða hugmyndafræðina, en sú vinna er partur af Erasmus verkefninu Crethink sem SASS er þátttakandi í. Hlutverk Hveragerðis er að útvega fólk í svokallaða ráðgjafanefnd sem jafnframt gegna hlutverki breytingarstjóra innan Crethink verkefnisins.
Zero Waste ráðgjafanefnd/ Breytingastjórar Crethink
Til þess þurfum við breytingastjóra sem innihalda fulltrúa frá:
Íbúum: Kolbrún Vilhjálmsdóttir
Fyrirtækjum: Anton Tómasson
Sveitafélag: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Frjáls félagssamtök: Sigríður Kristjánsdóttir
Zero Waste ráðgjafanefnd/ Breytingastjórar Crethink
Til þess þurfum við breytingastjóra sem innihalda fulltrúa frá:
Íbúum: Kolbrún Vilhjálmsdóttir
Fyrirtækjum: Anton Tómasson
Sveitafélag: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Frjáls félagssamtök: Sigríður Kristjánsdóttir
Umhverfisnefnd fagnar þessu góða framtaki og mun vinna að því að góður árangur náist í verkefninu.
5.Vinir Fossflatar og starf þeirra í sumar.
2009053
Búið er að laga skeifuna, raða grjóti meðfram henni, skipta víðinum út og setja elri í staðinn. Haldinn var sjálfboðaliðadagur 23. maí og mættu um það bil 20 manns, stefnt er að hafa vinnudag sem fyrst aftur og þá á að planta fjölærum plöntum í skeifuna.
Garðyrkjudeildin hreinsaði garðinn rækilega í sumar, reitti arfa, kantskar alla stíga og fl. Í vetur munum við síðan fara yfir garðinn og klippa trén og grisja eitthvað af gömlu trjánum. Markmiðið er síðan að viðhalda garðinum með starfsfólki garðyrkjunnar þannig að hann sé alltaf í góðu standi, og sjálfboðaliðarnir geta þá einbeitt sér meira að því að hjálpa til við endurnýjun garðsins.
Garðyrkjudeildin hreinsaði garðinn rækilega í sumar, reitti arfa, kantskar alla stíga og fl. Í vetur munum við síðan fara yfir garðinn og klippa trén og grisja eitthvað af gömlu trjánum. Markmiðið er síðan að viðhalda garðinum með starfsfólki garðyrkjunnar þannig að hann sé alltaf í góðu standi, og sjálfboðaliðarnir geta þá einbeitt sér meira að því að hjálpa til við endurnýjun garðsins.
Umhverfisnefnd fagnar áhuga og dugnaði bæði sjálfboðaliða, garðyrkjudeildar og síðast en ekki síst Vinum Fossflatar fyrir vel unnin störf og hlakkar til að sjá árangur af áframhaldandi vinnu þessara aðila.
Fundi slitið - kl. 18:35.
Getum við bætt efni síðunnar?