Umhverfisnefnd
Dagskrá
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Úrgangsmál á Suðurlandi - Elísabet B. Lárusdóttir kynnir verkefnið sitt.
2005043
Elísabet kynnti verkefni sitt en Hveragerðisbær hefur verið tilraunasveitafélag. Meðal annars hefur verið komið upp tilraunavef (úrgangstorg) þar sem úrgangsmál bæjarins eru greind.
Umhverfisnefnd þakkar Elísabetu fyrir frábæra kynningu og fagnar framtaki hennar. Nefndin hvetur bæjarstjórn til að kynna sér málið.
2.Nýr Garðyrkjufulltrúi.
2005044
Kristín Snorradóttir er nýráðin garðyrkjufulltrúi Hveragerðisbæjar og kynnti hún sig og sín áherslumál
Umhverfisnefnd býður Kristínu velkomna til starfa og hlakkar til samstarfs við hana. Nefndin leggur til að hún sitji fundi Umhverfisnefndar í framtíðinni.
3.Starf sumarsins- Garðyrkjufulltrúi og Umhverfisfulltrúi fara yfir hvað er framundan.
2005045
Garðyrkjufulltrúi og og umhverfisfulltrúi fóru yfir helstu atriði í starfi umhverfis og garðyrkjudeilda komandi sumar. Nú þegar eru komnir til starfa sumarstarfsmenn, bæði í Áhaldahús og Garðyrkju. Vinnuskólinn hefst svo í byrjun júní.
Nú þegar hefur verið malbikað að mestu leiti það sem stefnt var að í gatnakerfinu. Eftir er að malbika nokkra göngustíga. Kantsteinar hafa víða farið illa í vetur og verður unnið að því að koma þeim í betra horf. Vatnsveita hefur þurft viðhald á nokkrum stöðum en þó nokkur verkefni bíða í fráveitu enda kerfið orðið gamalt á mörgum svæðum í bænum.
Að venju eru umhverfis og garðyrkjudeildir stofnunum bæjarins innan handar um hin ýmsu verkefni nú sem endra nær en þar er af nógu að taka.
Nú þegar hefur verið malbikað að mestu leiti það sem stefnt var að í gatnakerfinu. Eftir er að malbika nokkra göngustíga. Kantsteinar hafa víða farið illa í vetur og verður unnið að því að koma þeim í betra horf. Vatnsveita hefur þurft viðhald á nokkrum stöðum en þó nokkur verkefni bíða í fráveitu enda kerfið orðið gamalt á mörgum svæðum í bænum.
Að venju eru umhverfis og garðyrkjudeildir stofnunum bæjarins innan handar um hin ýmsu verkefni nú sem endra nær en þar er af nógu að taka.
Umhverfisnefnd óskar starfsmönnum umhverfis og garðyrkjudeilda velfarnaðar í starfi sumarsins og vonar að verkefni deildanna gangi sem best.
4.Val á fegurstu görðum Hveragerðis - ákveðið hvenær valið fer fram.
2005046
Þrátt fyrir ákveðna óvissu í samfélaginu er ástæða til að velja fegurstu garða ársins hér eftir sem hingað til.
Umhverfisnefnd stefnir að því að velja fegurstu garða Hveragerðis mánudaginn 20. júlí. Nánari útfærsla verður ákveðinn síðar. Nefndin hvetur garðeigendur til að hefjast strax handa við að gera sína garða að vinningsgörðum.
5.Lystigarðurinn.
2005047
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir fór yfir starf vina Fossflatar og það sem frammundan er í endurbótum á lystigarðinum.
Umhverfisnend fagnar þeim frammkvæmdum og endurbótum sem standa yfir í lysigarðinum og þakkar öllum þeim sem hafa lagt þar hönd á plóg.
Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Getum við bætt efni síðunnar?