Fara í efni

Umhverfisnefnd

34. fundur 05. mars 2020 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður
  • Pétur Reynisson
  • Thelma Rós Kristinsdóttir
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Höskuldur Þorbjarnarson
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarsson Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

2003015

Lögð fram drög að skýrslu til bæjarstjórnar um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í drögunum er farið yfir þau markmið sem snúa að Umhverfisnefnd og Umhverfisdeild beint og óbeint.
Vinna við skýrsluna hefur gengið vel og mun halda áfram að fullum krafti. Nefndin vonast til að skila skýrslunni til bæjarstjórnar í vor.

2.Kynning á verkefni um úrgangsmál.

2003016

Elísabet Björney Lárusdóttir Umhverfisstjórnunarfræðingur, eigandi Björney umhverfisráðgjöf tekur að sér úrgangsgreiningu í Hveragerði árið 2020. Verkefnið er liður í stefnumótun SASS í úrgagnsmálum og byggir á aðferðum ESB um innleiðingu Hringrásahagkerfis og vinnur því í takt við stefnu stjórnvalda í úrgangsmeðhöndlun.
Umhverfisnefnd fagnar þessu framtaki og stefnir að því að bjóða Elísabetu á næsta fund til umræðna um þessi mál.

3.Umhverfisstefna Hveragerðisbæjar.

2003017

Núverandi umhverfisstefna Hveragerðisbæjar var samþykkt þann 11. október 2012 í bæjarstjórn. Sú stefna er um margt framsýn en talsvert vatn hefur runnið til sjávar síðan. Meðal annars hefur bæjarstjórn samþykkt innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna þar sem umhverfi og umhverfisvernd er gert hátt undir höfði.
Umhverfisnefnd telur rétt að huga að endurskoðun umhverfisstefnu Hveragerðisbæjar og þá með heimsmarkmiðin til hliðsjónar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?