Fara í efni

Umhverfisnefnd

11. fundur 01. desember 2015 kl. 17:00 - 18:00 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
 • Unnur Þormóðsdóttir
 • Friðrik Sigurbjörnsson
 • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
 • Berglind Hofland Siguðardóttir
 • Guðjón Óskar Krsitjánsson
Starfsmenn
 • Ari Eggertsson
Fundargerð ritaði: Ari Eggertsson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð. Ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar. 

Dagskrá:

 1. Dagatöl áhaldahúss og umhverfisdeildar 2016
  Nefndin telur jákvætt að umhverfisfulltrúi og menningar- íþrótta- og frístundafulltrúi bæjarins vinni að viðburðardagatali fyrir ár hvert. Nefndin leggur til að drög verði kynnt nefndinni á fyrsta fundi á nýju ári.
 2. Staða skólphreinsistöðvar og umhverfis hennar
  Starfsemi hreinsunarstöðvarinnar er með ágætum. Samkvæmt HES þá er unnið þar samkvæmt starfsleyfi stöðvarinnar.
 3. Gæðamál vatnsveitu
  Samkvæmt úttekt haustið 2015 eru gæði vatns og vatnsveitunnar í besta lagi.
 4. Gatnagerð árið 2015 og æskileg gatnagerð árið 2016
  Sumarið 2015 var malbikað yfir það sem allra verst var farið af malbiki bæjarins. Á næsta ári er stfnt á eitthvað svipað. Sjá fylgiskjal.
 5. Breytingar á gámasvæði
  Umhverfisfulltrúi kynnti fyrirhugaðar breytingar á opnunartíma gámasvæðisins. Um áramótin 2015-2016 verður opnunartími gámasvæðinsins um helgar breytt. Á laugardögum verður opið frá 12:00 - 16:00 í stað 14:00 - 18:00. 
 6. Skýrsla umhverfisnefndar um náttúruvernd 2015
  Umhverfisfulltrúi gerði grein fyrir skýrslu um náttúruvernd 2015. Sjá fylgiskjal.

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?