Fara í efni

Umhverfisnefnd

3. fundur 25. júní 2014 kl. 17:00 - 17:45 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
 • Unnur Þormóðsdóttir
 • Friðrik Sigurbjörnsson
 • Berglind Hofland Sigurðardóttir
 • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
 • Guðjón Óskar Kristjánsson
Starfsmenn
 • Ari Eggertsson
Fundargerð ritaði: Ari Eggertsson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð, ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar.  Óskaði formaður eftir breytingu á dagskrá um að  bæta inn liðnum erindisbréf nefndar og var það samþykkt.

Dagskrá:

 1. Erindisbréf nefndarinnar.
  Breyting á dagskrá. Unnur formaður fór  yfir erindsbréf nefndarinnar og kynnti siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Hveragerðisbæ.
 2. Fegurstu garðar bæjarins og fyritækjalóð 2014
  Lyngheiði 1,  Pétur Reynisson og Áslaug Einarsdóttir
  Kambahraun 51,  Gísli Tómasson og Heiða Margrét Guðmundsdóttir
  Varmahlíð 16,  Ásgeir Karlsson
  Dvalarheimilið Ás
 3. Blóm í bæ.
  Síðustu skref fyrir setningu sýningarinnar. Blómaskreytar á fullu við að skreyta lystigarðinn og LandArtarar eru að skreyta Varmárgilið með listaverkum sínum.
 4. Verkefnin framundan.
  Farið var yfir einhver af þeim fjölda verkefna sem framundan eru í Hveragerði ogþau sem þegar eru í gangi. Almennt spjall um umhverfismál í Hveragerði.

Fundargerð er samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?