Umhverfisnefnd
Ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar.
Dagskrá
- Erindisbréf nefndarinnar.
Aldís fór yfir erindsbréf nefndarinnar og kynnti siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Hveragerðisbæ. - Nýr umhverfisfulltrúi kynntur til sögunnar.
Ari Eggertsson gerði grein fyrir sjálfusm sér. - Blóm í bæ – staða mála.
Farið yfir stöðu mála í undirbúningi Blóma í bæ núna í sumar. Allur undirbúningur er á góðu skriði. LandArt-lið og Blómaskreytar eru spenntir, fyrirspurnir eru farnar að berast frá fyrirtækjum og sumarið lofar góðu.
Framundan er frekara skipulag og verkaskipting vegna undirbúnings. - Verkefnin framundan.
Farið var yfir einhver af þeim fjölda verkefna sem framundan eru í Hveragerði og þau sem þegar eru í gangi. Almennt spjall um umhverfismál í Hveragerði.
Getum við bætt efni síðunnar?