Fara í efni

Umhverfisnefnd

4. fundur 01. október 2014 kl. 17:00 - 18:10 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
 • Unnur Þormóðsdóttir
 • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
 • Berglind Hofland Sigurðardóttir
 • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
 • Guðjón Óskar Kristjánsson
Starfsmenn
 • Ari Eggertsson
Fundargerð ritaði: Ari Eggertsson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð, ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar .

 

DAGSKRÁ. 

 1. Sumarið 2014.
  Rætt um framkvæmdir sumarsins sem var að líða meðal annars rætt um blómasýninguna Blóm í bæ, útplantanir, og fleira. Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með sýninguna Blóm í bæ og vonast til að hún verði að ári.
 2. Verkefnin framundan.
  Umhverfisfulltrúi fór yfir verkþætti sem þarf að fara í á næsta ári og mun hann leggja fram verk- og kostnaðaráætlun til bæjarstjórnar fyrir fjárhagsáætlunargerð
   Hveragerðisbæjar.
 3. Auglýsingaskilti.
  Nefndin fór yfir drög að samþykkt um gerð og staðsetningu skilta og umferðarmerkja í Hveragerði og leggur til við bæjarstjórn að farið verði í  endurskoðun á þessum drögum og varanleg lausn fundin.

  Fundargerð er samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?