Fara í efni

Umhverfisnefnd

5. fundur 02. desember 2014 kl. 17:00 - 18:30 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Guðjón Óskar Kristjánsson
  • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
  • Pétur Reynisson í forföllum Berglindar Hofland Sigurðardóttur.
Starfsmenn
  • Ari Eggertsson
Fundargerð ritaði: Ari Eggertsson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð, ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar .

 

DAGSKRÁ.

1.Fjárhagsáætlun vegna umhverfisdeildar 2015.
Lögð fram til kynningar

2. Flokkun sorps
Nefndin leggur til að útbúið verði myndaband um flokkun sorps sem höfðar til allra aldurshópa.

3. Minnsiblað frá umhverfisfulltrúa um fyrirkomulag sorpmóttöku á gámasvæði
Nefndin tekur undir minnisblað umhverfisfulltrúa og telur að spennandi sé að geta kortlagt notkun íbúa bæjarins á gámasvæðinu.

4. Plastpokalaust Hveragerði
Nefndin leggur til að umhverfisfulltrúa verði falið að senda verslunar- og þjónustuaðilum bæjarins erindi með ósk til þeirra um að hætta notkun búðaplastpoka í bænum. Einnig vill nefndin koma fram hvatningu til bæjarbúa að nota fjölnota poka.

Fundargerð er samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?