Fara í efni

Umhverfisnefnd

10. fundur 07. október 2015 kl. 17:00 - 18:30 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
 • Unnur Þormóðsdóttir
 • Pétur Reynisson
 • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
 • Berglind Hofland Sigurðardóttir
 • Guðjón Óskar Kristjánsson
Starfsmenn
 • Ari Eggertsson
Fundargerð ritaði: Ari Eggertsson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð.  Ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar .

DAGSKRÁ.

 

 1. Fjárhagsáætlun 2016
  Unnur kynnti hugmyndir að framkvæmdum í Hveragarðinum.
  Deiliskipulag Fossflatar rætt. Nefndin leggur til að hönnuð verði lýsing í lystigarðinn í samræmi við lýsingu á Hverasvæði. Einnig leggur nefndin til að farið verði í að leggja slitlag á stofnstíga í garðinum, hleðsla og pallar verði reistir í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Nefndin álítur að nýtt svið verði garðinum til sóma.
  Nefndin leggur til að skoðað verði að gera skammtímastæði fyrir stærri bíla.
  Nefndin leggur til að farið verði í að malbika planið við Hamarshöllina og að fegra svæðið í kring með áherslu á manir og beð.
  Nefndin leggur til að stígakerfi bæjarins verði betur tengt saman og klætt með bundnu slitlagi og það upplýst.
  Nefndin leggur til að trjám verði plantað við gangstíginn við Þelamörk og við stíginn á milli Arnarheiðar og Valsheiðar.
  Nefndin leggur til að bæjarmerkið verði hannað sem stakstætt listaverk bænum til sóma.
  Nefndin telur að gaman væri að skoða nýja ljósastaura fyrir miðbæ Hveragerðis.

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?