Umhverfisnefnd
Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð. Ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar .
DAGSKRÁ.
- Blóm í bæ í ár og á næstu árum
Umhverfisfulltrúi fór yfir sýninguna Blóm í bæ, farið var yfir það sem vel var gert og hvað mætti gera betur. Veðrið setti strik í reikninginn. Nefndin telur mikilvægt að hefja undirbúning fyrr og jafnvel strax haustinu á undan sýningu. Einnig telur nefndin að sýningin þurfi að höfða enn betur til sérstaks áhugafólks um garðyrkju. Árið 2016 verður Hveragerðisbær 70 ára og telur nefndin að áhugavert geti verið að gera sögu garðyrkju í Hveragerði hærra undir höfði. - Sumarið 2015 og verkefnastaða
Sumarið gekk vel og verkefnastaða er mjög góð. - Verkefni til framtíðar
Nefndin ýmsar hugmyndir einsog að gera Hverasvæðið glæsilegra, fjölga gangstígum, halda áfram viðhaldi gatna innanbæjar, skoða möguleika á bílastæðum fyrir stærri bíla. Nefndarmenn koma með fleiri hugmyndir að verkefnum fyrir fjárhagsáætlunargerð á næsta fundi.
Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.
Getum við bætt efni síðunnar?