Fara í efni

Umhverfisnefnd

7. fundur 11. maí 2015 kl. 17:00 - 18:00 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
 • Unnur Þormóðsdóttir
 • Friðrik Sigurbjörnsson
 • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
 • Berglind Hofland Sigurðardóttir
Starfsmenn
 • Ari Eggertsson
Fundargerð ritaði: Ari Eggertsson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð.  Ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar .

 

DAGSKRÁ.

 1. Blóm í bæ 2015
  Undirbúningur gengur vel og dagskráin er að mótast. Þemað í ár verður í anda hippatímabilsins, litríkt og skemmtilegt. Vel gengur að fá fyrirtæki að vera með sýningar- og sölubása.
 2. Vegvísar og skilti
  Hugmyndir að vegvísum fyrir stofnanir bæjarins kynntar. Rætt um staðarleiðarvísa og umhverfisfulltrúa falið að ræða við vegagerðina.
 3. Umhverfisvikan
  Hvatningarátak til að auka snyrtimennsku í bænum. Sérstök hvatning til fyrirtækja.
  Umhverfisdagarnir eru 13 – 17 maí.
 4. Verkefnin framundan
  Rætt var um malbikun, tjaldsvæði í Árhólma, plöntur, unglingavinnu, umhirðu skólalóðar, hugmyndir að einstefnugötum í Hveragerði.
  Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að litla torgið við Hverabakka fái nafnið Kvennaskólatorg.

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?