Fara í efni

Umhverfisnefnd

6. fundur 03. mars 2015 kl. 16:30 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Guðjón Óskar Kristjánsson
  • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
  • Berglind Hofland Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Ari Eggertsson
Fundargerð ritaði: Ari Eggertsson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð.  Ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar .

 

DAGSKRÁ.

  1. Blóm í bæ 2015
    Undirbúningur er hafinn. Einsog á síðasta ári mun Elínborg María Ólafsdóttir stýra framkvæmdinni ásamt umhverfisfulltrúa.
  2. Snjómokstur
    Veturinn hefur verið erfiður. Frá desemberbyrjun hefur verið ótíð og snjómokstur mikill. Að sögn umhverfisfulltrúa hafa einhverjar kvartanir heyrst en greinilegra er hrós og þakklæti fyrir vel unnin störf.
  3. Náttúra.is
    Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að gert verði samkomulag við Náttúru.is um nýtingu á vefsvæði þeirra til reynslu í eitt ár. Upplýsingar um sorpflokkun og gámasvæði koma þá fram á endurvinnslukorti vefsins og á vefsvæðinu verður hafsjór af fróðleik um umhverfismál.
  4. Vegvísar
    Er í ferli hjá bæjarstjóra.
  5. Plastpokalaust Hveragerði
    Umhverfisfulltrúi hefur gert óformlega könnun meðal fyrirtækja bæjarins um notkun umhverfisvænni innkaupapoka en hinna hefðbundnu plastpoka. Flest fyrirtæki hafa tekið vel í þá málaleitan að hætta með plastið.

 

Getum við bætt efni síðunnar?