Fara í efni

Umhverfisnefnd

14. fundur 24. maí 2016 kl. 17:00 - 18:00 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
  • Berglind Hofland Sigurðardóttir
  • Guðjón Óskar Kristjánsson
Starfsmenn
  • Ari Eggertsson
Fundargerð ritaði: Ari Eggertsson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar setti fund og stjórnaði, hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboð.  Ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar .

 

DAGSKRÁ.

  1. Blóm í bæ
    Undirbúningur gengur vel og allt er á áætlun.
  2. Verkefni í skólphreinsistöð
    Ari fór yfir þau verkefni sem framundan eru í skólphreinsistöð. Þar er stefnt að því að hreinsa affallið mun betur gera stöðina skilvirkari.
  3. Vinnuskóli
    Vinnuskóli verður í 6 vikur þetta sumarið, frá 8. júní til 27. júlí. Um 40 börn hafa sótt um starf í vinnuskólanum í sumar.
  4. Fegurstu garðarnir í Hveragerði 2016
    Ákveðið að biðja bæjarbúa um ábendingar um fegurstu garðana í Hveragerði inn á Facebooksíðunni Hveragerði  ( www.facebook.com/hveragerdisbaer/ ) fyrir 13. júní næstkomandi.

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?