Umhverfisnefnd
Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar setti fund og stjórnaði, hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboð. Ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar .
DAGSKRÁ.
- Davíð Samúelsson kynnti verkefni framundan.
Hann fór yfir skiltamál, lýsingarverkefnið, “goshverinn” og gerð tilgátuhúss í Hveragarðinum. - Kynning á viðburðardagatali Hveragerðisbæjar
Sameiginlegt viðburðardagatal menningar- og frístundafulltrúa og umhverfisfulltrúa lagt fram til kynningar. - Staðardagskrá 21
Umræðu um Staðardagskrá 21 var frestað til næsta fundar sem verður 8. mars. Verður þá farið yfir staðardagskrána og umhverfistefnu Hveragerðisbæjar. Ráðgert er að fá Gámaþjónustuna til að kynna og segja frá hvernig flokkun gengur í bænum.
Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.
Getum við bætt efni síðunnar?