Fara í efni

Umhverfisnefnd

16. fundur 10. október 2016 kl. 17:00 - 18:20 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
  • Guðjón Óskar Kristjánsson
  • Berglind Hofland Sigurðardóttir tilkynnti forföll og boðaði ekki varamann.
Starfsmenn
  • Ari Eggertsson
Fundargerð ritaði: Ari Eggertsson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar setti fund og stjórnaði, hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboð.  Ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar.

 

 DAGSKRÁ.

  1. Fjárhagsstaða umhverfisdeildar
    Farið yfir rekstrarstöðu umhverfisdeildar, rekstur í nokkuð góðu lagi. Umhverfisfulltrúi er að vinna í fjárhagsáætlun 2017 í samvinnu við skrifstofustjóra.
  2. Sorpmál
    Umhverfisnefnd leggur til við  bæjarstjórn  að skoða þá möguleika sem í boði eru til að draga úr sorpurðun á vegum bæjarfélagsins.
  3. Umhverfi fyrirtækja í Hveragerði
    Umgengni á lóðum sumra fyrirtækja í Hveragerði er til háborinnar skammar. Umhverfisfulltrúi mun standa fyrir umhverfisátaki hjá þessum fyrirtækjum á haustmánuðum.
  4. Skilti
    Unnið er að því að reisa þjónustuskilti við Breiðumörk. Von er á að það verði tilbúið á næstunni og ætti þá áratugalöngu “skiltastríði” í Hveragerði að vera lokið.

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?