Umhverfisnefnd
Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar setti fund og stjórnaði, hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboð. Ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar .
DAGSKRÁ.
- Farið í heimsókn í plastendurvinnsluna Feng við Sunnumörk og starfsemin skoðuð.
Sigurður Halldórsson Framkvæmdastjóri Fengs tók á móti hópnum. Hann sýndi sýnishorn af endurvinnslu – og þróunarverkefnum sem fyrirtækið hefur komið að. Eins fór hann yfir framtíðarsýn fyrirtækisins í endurvinnslu plasts, en hann telur fyrirtækið geta gott betur en kolefnisjafnað Hveragerði í framtíðinni. - Skólphreinsistöð bæjarins heimsótt og starfsemin skoðuð.
Guðmundur Pétursson starfsmaður áhaldahúss sýndi hópnum innviði stöðvarinnar.
Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.
Getum við bætt efni síðunnar?