Fara í efni

Umhverfisnefnd

18. fundur 07. desember 2016 kl. 17:00 - 18:20 Skyrgerðin, Breiðumörk 25
Nefndarmenn
 • Unnur Þormóðsdóttir
 • Pétur Reynisson
 • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
 • Guðjón Óskar Kristjánsson
 • Berglind Hofland Sigurðardóttir
Starfsmenn
 • Ari Eggertsson
Fundargerð ritaði: Ari Eggertsson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður nefndar setti fund og stjórnaði, hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboð.  Ekki voru gerðar athugasemdir við boðun fundar .

DAGSKRÁ.

 1. Farið yfir vetrarverk umhverfisdeildar og áhaldahúss.
  Verkefnastaðan er góð.
 2. Möguleg kolefnisjöfnun í Hveragerði.
  Umhverfisnefnd telur mjög mikilvægt að stefnt verði að kolefnisjöfnun bæjarfélagsins og fagnar ákvörðun bæjarstjórnar þess efnis.
  Einnig vill umhverfisnefnd fara þess á leit við verslanir í bænum að þau minnki umbúða- og plastpokanotkun og hafi ílát undir óþarfaumbúðir svo viðskiptavinir geti byrjað flokkun og endurvinnslu í versluninni. Með þessu viljum vekja íbúa og framleiðendur/söluaðila til umhugsunar um vistvæna hegðun.

 

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?