Fara í efni

Umhverfisnefnd

20. fundur 29. maí 2017 kl. 17:00 - 18:10 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Pétur Reynisson
  • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
  • Guðjón Óskar Kristjánsson
  • Berglind Hofland Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Höskuldur Þorbjarnarson
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. 

 

DAGSKRÁ.

 

  1. Skýrsla Gámaþjónustunnar um magn sorps til urðunar.
    Lögð fram skýrsla Gámaþjónustunnar um magn sorps sem urðað var frá Hveragerðisbæ árið 2015 og 2016. Hefur hlutfall urðunar minnkað úr 43,3% í 39,6%  á milli ára og hlutfall endurvinnslu hefur aukist úr 44,2% í 47,6%. Er þetta  ánægjuleg þróun og er það von nefndarinnar að enn betur megi gera í flokkun og eigum við að stefna að því að urðað sorp fari ekki upp fyrir 30% fyrir árið 2017. Til þess að það megi verða felur nefndin umhverfisfulltrúa að nýta samfélagsmiðla til að fræða og hvetja fólk til frekari flokkunar. Það kom nefndarmönnum á óvart að í skýrslunni kom fram að verið sé að nota plastpoka í stað maíspoka í lífrænu tunnuna. Nefndin vill benda íbúum á að bæði má nota maíspoka og t.d. gömul dagblöð undir lífrænan úrgang.
  2. Fyrirkomulag sorphirðu.
    Nú í maí hófst loks sorphirða á þriggja vikna fresti en bæjarfélagið var búið að samþykkja í fjárhagsáætlun að um síðast liðin áramót myndi tíðni  losunar verða aukin.  Gámaþjónustan gat ekki orðið við því fyrr en nú í maí. Nefndin telur að með örari losunum minnki magn urðaðs sorps í bænum.
  3. Plastpokalaust Hveragerði – hvernig standa málinn. 
    Umhverfisfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála. Mun hann verða í sambandi við þá aðila sem höfðu hug á að fóstra verkefnið. Stefnt er að því að á haustmánuðum verði verkefnið komið af stað.
  4. Fyrirkomulag viðurkenninga fyrir fegurstu garða bæjarins.
    Nefndin mun á fundi í júní velja fegurstu garða Hveragerðisbæjar. Umhverfisfulltrúa er falið að kalla eftir ábendingum frá íbúum um fegurstu garða á fésbókarsíðu Hveragerðisbæjar.
  5. Komandi starf Vinnuskóla Hveragerðisbæjar.
    Umhverfisfulltrúi sagði frá því að um 20 ungmenni hefðu þegar sótt um starf hjá vinnuskólanum, enn er möguleiki fyrir ungmenni að sækja um. Búið er að ráða flokkstjóra og yfirflokkstjóra.
  6. Staða helstu verkefna umhverfissviðs.
    Umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu mála. Unnið er að því að klára nýja borholu vatnsveitunnar, skolpstöð er í mjög góðu ástandi en þar voru t.d. nýlega gólf máluð. Unnið er að undirbúningi íþróttaaðstöðu vegna landsmóts 50+ sem verður í lok júní, Átak er hafið gegn bílum og tækjum sem lagt er ólöglega á landi bæjarins.

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?