Fara í efni

Umhverfisnefnd

30. fundur 09. júlí 2019 kl. 17:00 - 18:00 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
 • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður
 • Aðalheiður Högnadóttir
 • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
 • Thelma Rós Kristinsdóttir
 • Gunnar Biering Agnarsson
Starfsmenn
 • Höskuldur Þorbjarnarson
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. 

 DAGSKRÁ.

 1. Ákveða dagsetningu fyrir val á fegurstu görðum Hveragerðis
  Lagt er til að fara í skoðunarferð um garða bæjarins þriðjudaginn 30. júlí. Klukkan 16.00 Umhverfisnefnd mun óska eftir tilnefningum bæði á heimasíðu bæjarins og á samfélagsmiðlum.
 2. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þátta Hveragerðisbæjar í þeim
  Bæjarráð samþykkti eftirfarandi bókun þann 16. maí 2019:
   Aðgerðir í loftslagsmálum eru brýnasta verkefni framtíðarinnar. Hveragerðisbær vill skipa sér í flokk þeirra sveitarfélaga sem fremst standa varðandi aðgerðir í þeim málum, en sveitarfélög gegna lykilhlutverki þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Hér í Hveragerði hefur þegar verið lyft grettistaki til dæmis með því að hreinsa allt fráveituvatn sem frá bænum kemur og flokka sorp með ýtarlegum hætti til fjölda ára. En meira þarf til. Þar vill bæjarstjórn varða veginn til framtíðar með bæjarbúum og þeim fyrirtækjum sem hér eru. Þau heimsmarkmið sem bæjarfulltrúar hafa valið til eftirfylgni liggja nú fyrir og verður unnið að þeim á næstu misserum.
  Loftslagsmál verður að flétta saman við allar stefnur í bæjarfélaginu en verkefnið er stórt og mun taka tíma. Fyrsta skrefið er að allar nefndir bæjarfélagsins fjalli um markmiðin og velji hvaða markmið nefndin og viðkomandi svið vilji fylgja eftir. Því er heimsmarkmiðunum nú vísað til nefnda bæjarins sem fjalli um þau og geri tillögur til bæjarráðs um aðgerðir. Verkefnið verður betur kynnt starfsmönnum sviða og formönnum nefnda áður en sú vinna hefst. Bæjarráð mun í framhaldinu halda utan um eftirfylgni og frekari vinnu að innleiðingu markmiðanna.
  Umhverfisfulltrúi kynnti málið og lagði fram gögn nefndarmönnum til upplýsingar. Nefndin mun hefja vinnu í samræmi við samþykkt bæjarráðs með haustinu.
 3. Starfið í sumar – hver er staðan
  Umhverfisdeild hóf starfið af krafti í vor og var í fyrra fallinu en flestir sumarstarfsmenn voru komnir til vinnu fyrir mánaðarmótin maí/júní. Vinnuskólinn hófst svo í fyrra fallinu eða 3. Júní. Um 10 sumarstarfsmenn eru nú við störf og um 30 nemendur í vinnuskólanum. Fyrst var aðaláherslan á að gera bæinn tilbúinn fyrir sýninguna Blóm í Bæ sem haldin var dagana 14 – 17 júní og tókst í flesta staði með ágætum. Vikuna 3 – 9 júní var hreinsunarátak í bænum og frítt fyrir bæjarbúa að losa sig við rusl á gámastöðinni. Bæjarbúar nýttu það tækifæri afar vel og kom mjög mikið af úrgangi á gámasvæðið. Eftir það var byrjað að snyrta íbúðargötur og vinna við lóðir stofnana bæjarins og miðar því verki vel. Af öðrum verkefnum má nefna að framkvæmdir ganga vel við bílaplan við Hamarshöll en áætlað er að malbikun verði lokið bráðlega. Samningur við Hlaðbæ Colas um malbikun gatna og göngustíga var framlengdur snemmsumars og stefna þeir á að koma í ágúst og malbika nokkrar götur og göngustíga.
 4. Vinnudagur í lystigarðinum í haust
  Komið hafa fram hugmyndir um að halda vinnudag í lystigarðinum Fossflöt í haust. Umhverfisnefnd felur Umhverfisfulltrúa að útfæra hugmyndina nánar.  

 

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?