Fara í efni

Umhverfisnefnd

29. fundur 12. mars 2019 kl. 17:00 - 18:55 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
 • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður
 • Pétur Reynisson
 • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
 • Thelma Rós Kristinsdóttir
 • Sigrún Árnadóttir
Starfsmenn
 • Höskuldur Þorbjarnarson
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. 

 DAGSKRÁ.

 1. Fjölrit um sorpmál
  Umhverfisfulltrúi lagði fram drög að fjölriti um sorpmál til kynningar. Í fjölritinu eru  íbúar hvattir til að huga að umhverfismálum og þá sér í lagi sorpmálum. Meðfylgjandi eru flokkunarleiðbeiningar frá Gámaþjónustunni. Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með fjölritið og felur Umhverfisfulltrúa að láta prenta það og bera í öll hús í Hveragerði.
 2. Kynning Umhverfisfulltrúa á sorpbrennslunni Amager Bakke
  Farið var í kynningarferð til Danmerkur þann 17. mars síðastliðinn ásamt fulltrúum Gámaþjónustunar ehf. að skoða sorpbrensluna Amager Bakke í Kaupmannahöfn. Vegna erfiðleika við að koma sorpi frá Suðurlandi í urðun gæti reynst nauðsinlegt að flytja sorp til brennslu erlendis. Það væri mikil afturför í sorpmálum og hvetur Umhverfisnefnd til þess að allra annara leiða verði leitað áður en til þess kæmi. Allra besta aðferðin er að minnka eins og hægt er magn sorps sem fer til urðunar. Með aukinni flokkun má minnka þetta magn.
 3. Sýning og viðburður í júní
  Formaður Umhverfisnefndar fór yfir stöðu undirbúnings að sýningu og viðburð sem stefnt er að því að halda í Hveragerði 14 – 17 júní.
 4. Hreint suðurland – átaksverkefni um hreinna umhverfi
  Heilbrigðiseftirlit Suðurleands stefnir að því að ráða starfsmann til að vinna að hreinsun umhverfis í sveitarfélögum á starfssvæði sínu. Umhverfisnefnd lýsir ánægju með þessi áform Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og felur Umhverfisfulltrúa að vinna með væntanlegum starfsmanni að því að bæta umhverfi Hveragerðis.
 5. Svið í lystigarðinum
  Umhverfisfulltrúi og Bæjarstjóri áttu fund með hönnuði sviðs í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Komu fram ýmsar góðar hugmyndir um gerð og hönnun sviðs í lystigarðinum. Umhverfisnefnd felur Umhverfisfulltrúa að vinna áfram að málinu ásamt Bæjarstjóra.
 6. Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni
  Með bréfi, dags. 28. júní 2018, sendi umboðsmaður barna beiðni til allra sveitarfélaga landsins um þátttöku í rafrænni könnun um fyrirkomulag vinnuskóla á þeirra vegum. Umboðsmaður gaf út skýrlu í janúar 2019 með niðurstöðum könnunarinnar. Umhverfisnefnd fagnar útgáfu skýrslunnar og felur Umhverfisfulltrúa að nýta ráðleggingar og niðurstöður hennar við skipulag starfs Vinnuskóla Hveragerðisbæjar.
 7. Verndun rústa rafstöðvarinnar á Varmárbökkum
  Henný Hafsteinsdóttir gerði á árunum 2017 – 2018 greinargerð um sögu rafstöðvanna sem byggðar voru á Varmárbökkum á árunum 1902 – 1930 auk tillagna um verndun og sýningu þeirra rústa sem enn eru sjáanlegar af þessum rafstöðvum. Greinargerðin er afar fróðleg og vill Umhverfisnefnd koma á framfæri sérstöku þakklæti til Hennýar Hafsteinsdóttur fyrir hennar vinnu. Umhverfisnefnd hvetur til þess að unnið verði áfram að því að vernda rústir rafstöðvanna á Varmárbökkum og að þær gerðar aðgengilegar almenningi þar sem sögu þeirra verði gert hátt undir höfði.

 

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?