Fara í efni

Umhverfisnefnd

28. fundur 12. desember 2018 kl. 18:30 - 20:05 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
 • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður
 • Pétur Reynisson
 • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
 • Thelma Rós Kristinsdóttir
 • Sigrún Árnadóttir
Starfsmenn
 • Höskuldur Þorbjarnarson
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. 

DAGSKRÁ.

 1. Breytingar á fundartíma vegna íbúafundar um framtíð Friðarstaðarlands
  Því miður reyndist ekki unt að halda íbúafund um framtíðarskipulag Friðarstaðalandsins fyrrihluta desembermánaðar eins og að var stefnt. Nú er stefnt að því að halda fundinn seinnihluta janúarmánaðar. Að öðru leiti er vísað til fundargerðar umhverfisnefndar frá 21.11.2018 um efni fundarins.
 2. Endurbætur á skolpstöð Hveragerðisbæjar – hver er staðan
  Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar fyrirhugar í drögum að fjárhagsáætlun að veita fjármagni í endurbætur á skolpstöð bæjarins. Skolpstöðin var byggð af mikilli framsýni fyrir tæpum tveimur áratugum og hefur hún þjónað vel síðan. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í bænum síðan auk breyttra áherslna í umhverfismálum og er því komin tími á að endurbæta ýmislegt. Umhverfisfulltrúi fór yfir fyrirhugaðar endurbætur og verkáætlun. Fyrirhugað er að byrja á loftræstiukerfi og seyrumeðhöndlun en hún verður í samráði við Landgræðslu Ríkisins en Theódór Blöndal véltæknifræðingur hefur verið fengin til ráðgjafar við verkið. Umhverfisnefnd felur Umhverfisfulltrúa að vinna áfram að málinu í samráði við Skipulagsfulltrúa og Byggingarfulltrúa.
 3. Farið yfir starf umhverfisdeildar árið 2018
  Umhverfisfulltrúi fór yfir helstu störf umhverfisdeildar á árinu 2018. Að flestu leiti hefur starf deildarinnar gengið vel. Stæðstu verkefnin voru viðgerðir á slitlagi gatna en farið var í yfirlögn á um 750 metrum að þessu sinni. Sláttuþjónusta var einnig boðin út á árinu og samið við lægstbjóðanda. Önnur verkefni svo sem rekstur vatns- og fráveitu auk gámasvæðis og vinnuskóla voru fyrirferðamikil á árinu nú sem endranær. Árið endar með hefðbundnum störfum við jólaskreytingar og áramótabrennu. Nú starfa að jafnaði fimm starfsmenn í fullu starfi við deildina. Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum umhverfideildar vel unnin störf á árinu sem er að líða.
 4. Starf umhverfisdeildar árið 2019
  Stefnt er að því að starf Umhverfisdeildar verði að mestu með óbreyttu sniði árið 2019. Útboð er fyrirhugað á slitlagsviðgerðum snemma á nýju ári. Stefnt er að því að endurnýja einn bíl og eina gröfu Áhaldahúss ef viðunandi tilboð fást.

 

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi.

Getum við bætt efni síðunnar?