Fara í efni

Umhverfisnefnd

27. fundur 21. nóvember 2018 kl. 17:00 - 20:05 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
 • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður
 • Pétur Reynisson
 • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
 • Thelma Rós Kristinsdóttir
 • Sigrún Árnadóttir
Starfsmenn
 • Höskuldur Þorbjarnarson
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. 

DAGSKRÁ.

 1. Íbúafundur um Skipulag Friðarstaðalands og þátttaka umhverfisnefndar í honum
  Umhverfisnefnd og umhverfisfulltrúi lýsa sig reiðubúin til að taka þátt í undirbúningi og framkvæmd samráðs um skipulag og uppbyggingu á Friðarstaðalandi á hvern þann hátt sem verður verkefninu til framdráttar. Fyrirhugaður er íbúafundur fyrri hluta desembermánaðar með sem skipulags og umhverfisfulltrúar skipuleggja. Verður þar farið yfir núverandi stöðu á svæðinu og gildandi aðalskipulag. Verður almenningi gefin kostur á að koma athugasemdum og hugmyndum sínum um framtíðarnýtingu svæðisins á framfæri á fundinum. Umhverfisnefnd hvetur bæjarbúa til að mæta en dagskrá, tíma- og staðsetning fundarins verður auglýst á heimasíðu bæjarins sem og í öðrum fjölmiðlum.
 2. Blómaskreytingasýning í Hveragerði sumarið 2019 – hver er staðan
  Formaður umhverfisnefndar og umhverfisfulltrúi fóru yfir stöðu fyrirhugaðrar blómaskreytingasýningar í Hveragerði sumarið 2019. Fengist hefur styrkur að upphæð 500.000.- kr frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
 3. Endurnýjun á sviði í lystigarðinum við Fossaflöt
  Bæjarstjórn hefur ákveðið að veita 2.500.000.- kr til endurnýjunar á sviði í Lystigarðinum við Fossaflöt. Umhverfisnefnd hvetur til þess að hönnunarlýsing verði gerð sem fyrst og í framhaldi verði hæfur hönnuður fengin til að hanna nýtt svið sem verða megi til príði fyrir garðinn og bæinn í heild.
 4. Aukið aðdráttarafl lystigarðsins
  Samhliða uppbyggingu nýs sviðs í lystigarðinum hvetur umhverfisnefnd til þess að hugað verði að frekari uppbyggingu í garðinum. Setja mætti upp leiktæki, grillaðstðu og salerni svo eithvað sé nefnt. Einnig væri áhugavert að marka garðinum sérstöðu með listaverki eða öðru sérstöku aðdráttarafli sem væri gestum garðsins til ánægju og yndisauka.
 5. Listaverk við Varmá
  Sú hugmynd hefur komið upp að setja upp bekk með ljóðlínum sem eiga vel við á bakka Varmár í nágrenni við lystigarðinn. Umhverfisnefnd
 6. Framtíðarsýn Hveragarðsins
  Hveragarðurinn er einstakur á lands- og jafnvel heimsvísu og hvetur umhverfisnefnd til að hlúð verði að honum og vegur garðsins aukinn ef kostur er. Orka Nátturunnar er með umfangsmikinn rekstur í jaðri garðsins þar sem fjarvarmaveita er starfrækt. Áhugi er á samstarfi um eflingu garðsins hjá fyrirtækinu í samstarfi við Hveragerðisbæ.

 

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?