Fara í efni

Umhverfisnefnd

25. fundur 19. júlí 2018 kl. 18:00 - 20:11 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Pétur Reynisson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Thelma Rós Kristinsdóttir
  • Gunnar Biering Agnarsson
Starfsmenn
  • Höskuldur Þorbjarnarson
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. 

DAGSKRÁ.

1. Kynning á drögum að erindisbréfi umhverfisnefndar
Umhverfisnefnd samþykkir drögin að erindisbréfi nefndarinnar og felur umhverfisfulltrúa að koma því til bæjarstjóra til samþykktar.

2. Undirbúningur að tillögu til bæjarstjórnar um hverjum veita skuli viðurkenningu fyrir að skara framúr hvað varðar snyrtilegan frágang lóðar og umhverfis
Nefndin hefur ákveðið að fara í skoðunarferð um bæinn fimmtudaginn 27. Júlí klukkan 17.00 til að velja þær lóðir sem skara fram úr hvað varðar frágang en nú þegar hafa borist margar ábendingar frá íbúum um fallegar lóðir og umhverfi.

3. Undirbúningur fyrir Blómstrandi daga
Undirbúningur fyrir Blómstrandi daga verður með hefðbundnum hætti að þessu sinni. Nefndin hvetur íbúa bæjarins til að taka þátt í hátíðinni með myndarlegum hætti.

 4. Staða umhverfismála í Hveragerði
Margt er vel gert í umhverfismálum í Hveragerði nú þegar en alltaf er tækifæri til framfara. Nefndin hvetur íbúa til að halda áfram að flokka úrgang og gera enn betur í framtíðinni. Stefnt skal að því að Hveragerðisbær verði leiðandi í umhverfismálum á Íslandi innan 4 ára.

 5. Hátíðin Blóm í bæ árið 2019

Forsendur fyrir því að halda hátíðina Blóm í bæ skulu kannaðar. Mikilvægt er að ákvörðun um hvort halda skuli hátíðina sem fyrst svo hefja megi undirbúning tímanlega.

6. Lystigarður við Fossflöt, aukið aðdráttarafl
Nefndin hvetur til þess að komið verði upp grillaðstöðu og salernum í Lystigarðinum. Einnig að komið verði upp einhverskonar aðdráttarafli sem laðar fleiri gesti í garðinn.

 

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?