Fara í efni

Umhverfisnefnd

24. fundur 12. mars 2018 kl. 16:30 - 17:49 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
 • Unnur Þormóðsdóttir
 • Pétur Reynisson
 • Guðjón Óskar Kristjánsson
 • Berglind Hofland Sigurðardóttir
 • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
Starfsmenn
 • Höskuldur Þorbjarnarson
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. 

DAGSKRÁ.

 1. Staða umhverfismála í Hveragerði, byggt á erindi Stefáns Gíslasonar
Stefán Gíslason kynnti „Hringrásarhagkerfi“ á íbúafundinum, í febrúar, sem hefur það að markmiði að stuðla að framleiðslu og nýtingu umhverfisvænnar vöru, að draga úr myndun úrgangs, að auka endurvinnslu og að nýta orku og aðföng með sjálfbærum hætti. Staða Hveragerðis  á miðað við önnur sveitarfélög á Suðurlandi er góð. Urðun er ekki í anda hringrásarhagkerfisins og hefur Hveragerði flokkað sorp síðan 2007 en alltaf má gera betur. Hveragerði sýnir gott fordæmi með flokkun, miðakerfi á gámasvæði, framtíðarsýn sveitarstjórnarmanna er í anda hringrásarhagkerfisins og það er vilji til að finna lausnir.
Hlutfall úrgangs til urðunar er minnst í Hveragerði í samanburði við Suðurland, einnig er söfnun lífræns úrgangs og plastumbúða mest hér.
Umhverfisnefnd vill beina því til bæjarstjórnar að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem bærinn er í og að halda vel auglýstan íbúafund þegar vorar með Stefáni Gíslasyni til þess að ná til sem flestra íbúa. Einnig er þörf á að útbúa fræðslu á heimasíðu, facebook og til að senda heim upp úr glærum Stefáns um hvað hver og einn getur gert til að auka flokkun enn frekar. Nefndin mælist til þess við bæjarstjórn að auka græn tunna standi íbúum til boða þeim að kostnaðarlausu. Mun þetta hafa hvetjandi áhrif til enn betri flokkunar og þar af leiðandi mun draga úr kostnaði við urðun. Umhverfisfulltrúa er falið að útbúa fræðslupunkta upp úr erindi Stefáns Gíslasonar til birtingar.

2. Undirbúningur viðburðar umhverfisnefndar um heimilisgarðinnNefndin leggur til að fræðsluerindin snúi að skipulagi heimilisgarðsins, matjurtaræktun fyrir heimilið og ræktun fjölæringa. Umhverfisfulltrúa er falið að skipuleggja viðburðinn þann 3. maí næstkomandi.

3. Framkvæmdir komandi vor og sumar
Umhverfisfulltrúi fór yfir framkvæmdir sem standa til í gatna- og stígagerð á komandi mánuðum. Framkvæmdir eru í samræmi við samþykkt útboð sem lögð hafa verið fyrir bæjarstjórn.

4. Viðburðardagatal umhverfismála – þátttaka Hveragerðisbæjar

 • 22. apríl – Dagur umhverfisins - Umhverfisfulltrúa falið að velja leið til að gera þessum degi hátt undir höfði.
 • 25. apríl – Earth day – þema: líklega plast – mögulega endurtekið fræðsluerindi frá Stefáni Gíslasyni á íbúafundi.
 • 21. maí – 4. júní – Vorhreinsun á suðurlandi – þema: járnarusl og bílhræ – nefndin leggur til að á þessum tíma verði gjaldfrjáls losun á gámasvæði fyrir íbúa Hveragerðisbæjar (ekki fyrir verktaka). Umhverfisfulltrúa falið að auglýsa umhverfishreinsun í Hveragerði, bæði á einkalóðum og í nærumhverfi enda berum við öll ábyrgð á bænum okkar.

Ákvörðun um neðangreinda liði verður tekin af nýrri umhverfisnefnd sem tekur við í júní 2018. 

 •  5. júní – World Environment Day – Þema: Plastmengun
 • 2. ágúst – earth overshoot day – þema: umhverfisvænar lífsstílsbreytingar
 • September – plastlaus september
 • 16. september – dagur Íslenskrar náttúru – þema: plast í tengslum við plastlausan september
 • 16 – 22. september – samgönguvika – þema: grænar samgöngur, ganga, hjóla og fl
 • 10 – 17. september – hausthreinsun – þema: plastlaus september, hreinsa plast úr umhverfinu
 • 18 – 26. nóvember – nýtnivikan
 • 19. nóvember – alþjóðlegi klósettdagurinn – þema: ekki setja rusl í klósettið -seyra

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?