Umhverfisnefnd
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
DAGSKRÁ.
1. Plöntun trjáa í Hveragerði
- Hvar er þörf á að planta trjám í Hveragerði
Nefndin telur mikilvægt að bæta inn í gróðurbelti við Breiðumörkina, huga að opnum svæðum í eigu bæjarins s.s. mönum við þjóðveg og við íþróttahús í dalnum. Einnig þarf að planta í vesturhluta bæjarins til þess að veita byggðinni skjól. Nauðsynlegt er að veita Grænumörk og Reykjamörk sérstaka athygli með tilliti til endurnýjunar trjáa. Í nýjum hverfum þarf að koma í ljós hvort bæta þurfi við gróðri. - Plöntun trjáa sem Hveragerðisbær hefur nýlega eignast
Nefndin telur að ávaxtatré sem bærinn eignaðist myndu fara vel á skjólgóðum stað þar sem að sem flestir geta notið. Leggur hún til að útbúinn verði lundur með ávaxtatrjám í lystigarðinum, þar myndu trén sóma sér vel.
2. Fyrirlestrar um umhverfismál og sorpflokkun
Umhverfisfulltrúi kynnir að hann sé búinn að ræða við Stefán Gíslason og Gámaþjónustuna um að halda erindi á íbúafundi sem haldinn verður um mánaðarmótin janúar / febrúar 2018. Mun hann sjá um áframhaldandi skipulag á viðburðinum.
3. Sóknaráætlun í umhverfismálum – umræður um þátttöku Hveragerðis
Nefndin hvetur bæjarstjórn til þess að taka virkan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem lagt er til í umhverfismálum á Suðurlandi og á landsvísu. Vísir af viðburðardagskrá er komin fram og er umhverfisfulltrúi hvattur til að fylgjast vel með og mun nefndin taka virkan þátt.
Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.