Fara í efni

Umhverfisnefnd

23. fundur 06. desember 2017 kl. 17:00 - 18:00 Skyrgerðin við Breiðumörk 25
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Pétur Reynisson
  • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
  • Guðjón Óskar Kristjánsson
  • Berglind Hofland Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Höskuldur Þorbjarnarson
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

DAGSKRÁ. 

1. Plöntun trjáa í Hveragerði

  • Hvar er þörf á að planta trjám í Hveragerði
    Nefndin telur mikilvægt að bæta inn í gróðurbelti við Breiðumörkina, huga að opnum svæðum í eigu bæjarins s.s. mönum við þjóðveg og við íþróttahús í dalnum. Einnig þarf að planta í vesturhluta bæjarins til þess að veita byggðinni skjól. Nauðsynlegt er að veita Grænumörk og Reykjamörk sérstaka athygli með tilliti til endurnýjunar trjáa. Í nýjum hverfum þarf að koma í ljós hvort bæta þurfi við gróðri.
  • Plöntun trjáa sem Hveragerðisbær hefur nýlega eignast
    Nefndin telur að ávaxtatré sem bærinn eignaðist myndu fara vel á skjólgóðum stað þar sem að sem flestir geta notið. Leggur hún til að útbúinn verði lundur með ávaxtatrjám í lystigarðinum, þar myndu trén sóma sér vel.

2. Fyrirlestrar um umhverfismál og sorpflokkun
Umhverfisfulltrúi kynnir að hann sé búinn að ræða við Stefán Gíslason og Gámaþjónustuna um að halda erindi á íbúafundi sem haldinn verður um mánaðarmótin janúar / febrúar 2018. Mun hann sjá um áframhaldandi skipulag á viðburðinum.

3. Sóknaráætlun í umhverfismálum – umræður um þátttöku Hveragerðis
Nefndin hvetur bæjarstjórn til þess að taka virkan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem lagt er til í umhverfismálum á Suðurlandi og á landsvísu. Vísir af viðburðardagskrá er komin fram og er umhverfisfulltrúi hvattur til að fylgjast vel með og mun nefndin taka virkan þátt.

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?