Fara í efni

Umhverfisnefnd

21. fundur 06. júní 2017 kl. 17:00 - 19:25 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Pétur Reynisson
  • Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
  • Guðjón Óskar Kristjánsson
  • Berglind Hofland Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Höskuldur Þorbjarnarson
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. 

DAGSKRÁ.

  1. Val á fegurstu görðum Hveragerðis.

Nefndin valdi 3 garða sem fegurstu garða Hveragerðisbæjar árið 2017.

  • Heiðmörk 31 í eigu hjónanna Ingibjargar Sigmundsdóttur og Hreins Kristóferssonar.
  • Réttarheiði 24 í eigu hjónanna Elínar Brynju Hilmarsdóttur og Eyjólfs K. Kolbeins.
  • Heiðmörk 53 í eigu hjónanna Sigríðar Elísabetar Sigmundsdóttur og Péturs Inga Frantzsonar. 

2. Gjöf Péturs Reynissonar og Áslaugar Einarsdóttur á trjám til Hveragerðisbæjar.                      
Hjónin Pétur Reynisson og Áslaug Einarsdóttir færðu Hveragerðisbæ að gjöf úrval trjáplantna og færir umhverfisnefnd þeim hjónum  bestu þakkir fyrir veglega gjöf. Trén verða notuð til að fegra bæinn okkar enn frekar, íbúum og öðrum til yndisauka.

Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið. 

Getum við bætt efni síðunnar?