Umhverfisnefnd
Dagskrá
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Græn svæði við ný hverfi í bænum.
1912042
Unnið er að gatnagerð í nýju hverfi í Kambalandi. Á þessu svæði er talsverður berangur og hætt við að þar verði vindasamt. Græn svæði eru skipulögð í jöðrum hverfisins og þar er mikilvægt að huga að gróðri sem fyrst svo mynda megi skjól.
Gott væri að gera áætlun um skógrækt á svæðinu í samvinnu við aðila svo sem Skógræktarfélag Hveragerðisbæjar. Ákjósanlegt væri að fá sem flesta að uppgræðslu og plöntun á svæðinu og mætti í því samhengi nefna grunnskólann og jafnvel leikskólana.
Gott væri að gera áætlun um skógrækt á svæðinu í samvinnu við aðila svo sem Skógræktarfélag Hveragerðisbæjar. Ákjósanlegt væri að fá sem flesta að uppgræðslu og plöntun á svæðinu og mætti í því samhengi nefna grunnskólann og jafnvel leikskólana.
Ný hverfi eru að rísa í vesturhluta Hveragerðis en þar hefur ekki verið byggð áður. Mikilvægt er að hefja þar ræktun trjáa, bæði til skjóls og yndisauka fyrir íbúa þessa nýja hverfis. Hefjast þarf handa sem fyrst en æskilegt væri að fá áhugasama og sérfróða aðila svo sem Skógræktarfélag Hveragerðis að þessum málum.
2.Yfirlit yfir starf ársins.
1912043
Fjölmörg verkefni komu á borð umhverfisdeildar þetta árið sem endra nær. Í upphafi árs var að venju tekið niður jólaskraut síðustu jóla. Talsverður snjómokstur var seinni hluta vetrar en samt minni en oft áður. Undirbúningur sumarsins hófst fyrir alvöru um áramót enda tveir stórir viðburðir á dagskrá sumarið 2019. Fyrstu sumarstarfsmenn komu til starfa í apríl en þeir urðu um 10 þegar mest var. Vinnuskólinn hófs snemma í júní og stóð í 7 vikur eða fram undir lok júlí. Var að venju 8. - 10. bekk boðið að taka þátt. Um 40 ungmenni tóku þátt þetta sumarið og voru verkefnin fjölbreitt að vanda. Hátíðin Blóm í bæ var haldin um miðjan júní og fór vel fram. Um miðjan ágúst voru Blómstrandi dagar haldnir líkt og síðustu ár þar sem starfsmenn umhverfisdeildar stóðu sig með prýði. Að auki voru hefðbundin verkefni fyrirferðamikil á árinu svo sem rekstur skolphreinsistöðvar, gámasvæðis og vatnsveitu.
Umhverfisdeild vann að fjölmörgum verkefnum á árinu sem endra nær. Bærinn er í miklum vexti og er því í mörg horn að líta. Umhverfisnefnd vill þakka starfsmönnum umhverfisdeildar vel unnin störf á árinu.
Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundi slitið kl:
Fundi slitið - kl. 18:15.
Getum við bætt efni síðunnar?