Fara í efni

Umhverfisnefnd

31. fundur 29. júlí 2019 kl. 16:00 - 20:45 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Pétur Reynisson varaformaður umhverfisnefndar
  • Thelma Rós Kristinsdóttir
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Höskuldur Þorbjarnarson
Fundargerð ritaði: Höskuldur Þorbjarnason Umhverfisfulltrúi

Val á fegurstu görðum Hveragerðis
Eftirtaldir garðar voru valdir fegurstu garðar Hvergerðisbæjar 2019:
Heiðmörk 28 í eigu Sigurlínar Guðjónsdóttur
Dynskógar 4 í eigu Gísla J. Gíslason og Hólmfríðar Skaftadóttur
Laugskógar 23 í eigu Guðlaugar B. Björnsdóttur

Í átt að hringrásarhagkerfi - stefna umhverfis og auðlindaráðherra í úrgangsmálum
Umhverfisnefnd fagnar komur þessarar skýrslu enda er hún skilmerkilega unnin og greinagóð. Úrgangsmál eru mikilvægur hluti af umhverfismálum heimsins þar sem úrgangur getur valdið mengun og verið sóun á auðlindum sé hann ekki rétt meðhöndlaður. Á Íslandi fellur til meira af úrgangi en í flestum þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Sorglega mikið af þessum úrgangi fer til urðunar og verður þar engum til gangs en umhverferinu til ógagns.

Í stefnu Umhverfisráðherra er farið stöðuna og greint hvernig landsmenn standa sig í meðhöndlun flestra gerða úrgangs. Þar kemur í ljós að á mörgum sviðum er ástandið gott og núverandi markmiðum sem og framtíðarmarkmiðum náð. Á öðrum sviðum er núverandi markmiðum náð en bæta þarf ástandið til að framtíðarmarkmið náist. Á enn öðrum sviðum nást ekki núverandi markmið og þaðan af síður framtíðarmarkmið. 

Séu niðurstöður bornar saman við ástandið hér í bæ kemur í ljós að á mörgum sviðum standa Hveragerðinar sig vel og ná fleiri núverandi og framtíðarmarkmiðum  en íslendingar að meðaltali. Betur má samt ef duga skal því enn fer of mikið af úrgangi til urðunar frá Hveragerði. Umhverfisnefnd telur því nauðsynlegt að stjórnvöld í Hverageri taki fullan þátt í þeirri stefnu sem boðuð er af umhverfisráðherra.

 Fundargerð var samþykkt samhljóða og fundið slitið kl.20:45

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?