Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings
1. Lagt fram til kynningar tölulegar upplýsingar Velferðarþjónustu 2014.
2. Fjárhagsáætlun 2015, lagt fram 8 mánaða uppgjör. Í ljósi niðurstaðna uppgjörs er varðar fjárhagsaðstoð felur nefndin forstöðumanni að vinna að endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð með virkniúrræði í huga.
3. Lögð fram til kynningar skýrsla um könnun á framgöngu sameiginlegra markmiða skóla- og skólaþjónustu 2014-2017.
4. Lögð fram til kynningar skýrsla um könnun á líðan og heilbrigði nemenda í 5. bekk í grunnskólum Árnesþings 2015. Nefndin tekur undir niðurstöður skýrslunnar og leggur áherslu á að unnið verði með líðan nemenda í frímínútum og kennslustofun eins og lagt er til í lokaorðum skýrslunnar.
5. ART verkefnið á Suðurlandi.
Skólaþjónustan- og velferðarnefnd Árnesþings lýsir yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðra áætlana ríkisstjórnar um að leggja niður ART verkefnið á Suðurlandi. "ART er vel afmörkuð og árangarsrík aðferð sem byggir á félagsfærni, sjálfstjórn og miðar að því að draga úr erfiðri hegðun hjá börnum og ungu fólki, ART hjálpar öllum að eiga árangursrík samskipti og þekkja tilfinningar sínar. Rannsóknir sýna að með því að vinna markvisst og samhliða félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferðisþroska er hægt að hjálpa börnum og fullorðnum bæta samskipti. "http://www.sass.is/art/um-art/
Nefndin leggur áherslu á að sveitarstjórnir svæðisins standi vörð um verkefnið.
6. Trúnaðarmál. 2 mál skráð í trúnaðarmálabók.
Fundi slitið.