Fara í efni

Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings

12. fundur 26. október 2015 kl. 16:00 - 18:00
Nefndarmenn
  • Bryndís Böðvarsdóttir
  • Helena Helgadóttir
  • Björn Pálmarsson
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Bjarney Vingisdóttir
Starfsmenn
  • María Kristjánsdóttir forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

1. Lögð fram til kynningar skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga um lykiltölur félagsþjónustu og skólamála árið 2014.

2. Lögð fram tillaga að gjaldskrá og grunnupphæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2016.
   Bókun: Nefndin samþykkir tillögur að gjaldskrá og vísar til afgreiðslu og samþykkta  bæjar- og sveitarstjórna. 

3. Lögð fram tillaga að breyttum reglum um akstursþjónustu eldri borgara í Hveragerði. Nefndin hafnar tillögunni.

4. Í kjölfar úttektar sem persónuvernd gerði á fimm skólum og notkun þeirra á Mentor, http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2015/nr/2013.  Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings vekur athygli skólastjórnenda í Árnesþingi á að þeir geri ákveðnar öryggisráðstafanir og setji sér verklagsreglur varðandi skráningar í Mentor. Þar þarf að kom fram í hvaða tilfellum megi skrá upplýsingar í Mentor, hvað megi skrá og hverjum eigi að birta þær færslur. Einnig eru þeir hvattir til að fræða notendur um notkun kerfisins og færslur sem þar eru skráðar.

5. Forstöðumaður skýrði frá því að nefnd oddvita og sveitarstjóra (NOS) hafi fengið Gerði G. Óskarsdóttur til að gera ytra mat á þjónustu við leik- og grunnskólana í Árnesþingi. Markmið ytra matsins er að meta og draga upp mynd af því hvernig miðað hefur að ná þeim markmiðum sem sett voru við upphaf skólaþjónustannar. 

6. Trúnarðmál. 2 mál skráð í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið. 

 

Getum við bætt efni síðunnar?