Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings
Dagskrá:
1. Trúnaðarmál. Tvö mál færð í trúnaðarmálabók.
2. Trúnaðarmál. Tvö mál færð í trúnaðarmálabók.
3. Tillaga að reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um félagslegt leiguhúsnæði ásamt greinargerð. Lögð fram til afgreiðslu nefndarinnar.
4. Bókun: Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og forstöðumanni er falið að gera viðeigandi breytingar. Nefndin leggur til við sveitarstjórnirnar að þær samþykki reglurnar. Lagt er til að reglur um félagslegt leiguhúsnæði taki gildi frá og með 1. september n.k.
5. Tillaga að reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur ásamt greinargerð. Lögð fram til afgreiðslu nefndarinnar.
Bókun: Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og forstöðumanni er falið að gera viðeigandi breytingar. Nefndin leggur til við sveitarstjórnirnar að þær samþykki reglurnar. Lagt er til að reglur um félagslegt leiguhúsnæði taki gildi frá og með 1. september n.k.
6. Drög að endurskoðuðum reglum um aksturþjónustu fatlaðra (áður ferðaþjónustu) ásamt tillögu að gjaldskrá. Lögð fram til afgreiðslu nefndarinnar.
Bókun: Nefndin samþykkir endurskoðaðar reglur um akstursþjónustu fatlaðra ásamt tillögu að gjaldskrá sem er í samræmi við samþykktir sveitarstjórna á gjaldskrám við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og forstöðumanni er falið að gera viðeigandi breytingar. Nefndin leggur til að reglurnar verði birtar á heimasíðu Skóla- og velferðarþjónustunnar.
7. Forstöðurmaður kynnit greinargerð og meðfylgjandi gögn sem senda hafa verið Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) vegna athugasemda GEF frá maí 2019.
8. Forstöðumaður óskaði eftir að leggja fram eftirfarandi bókun:
Undirrituðu lætur senn af störfum sem forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og vill af því tilefni þakka Skóla- og velferðarnefndinni fyrir sérlega gott og ánægjulegt samstarf.
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings þakkar Ragnheiði Hergeirsdóttur kærlega fyrir vel unnin störf og ánægulegt samstarf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fundargerð lesin upp og undirrituð.
Fundi slitið.