Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings
Dagskrá:
1. Trúnaðarmál. Þrjú mál færð í trúnaðarmálabók.
2. Staða málaflokka.
Sjá fylgiskjal með fundargerð.
3. Af starfsmannamálum:
a. Forstöðumaður upplýsti að Edda Sigurjónsdóttir félagsráðgjafi hafi verið ráðin í 100% stöðu félagsráðgjafaþjónustu Uppsveita og Flóa/Laugarás í stað Sigurjóns Árnasson sem lét af störfum í desember s.l. Edda kemur til með að starfa í byrjun í maí n.k.. Fram að þeim tíma mun Eyrún Hafþórsdóttir félagsráðgjafi sinna félagsþjónustu í 50% starfi. Verkefnum á sviði barnaverndar er sinnt af félagsráðgjafa Velferðarþjónustu Árnesþings og verktöum eftir því sem þörf er á.
b. Forstöðumaður upplýsti að ekki hefði enn fengist sálfræðingur í 100% starf hjá Skólaþjónustunni en Hugrún Vignisdóttir sálfræðingur lét af störfum þann 28. febrúar s.l. Silja Rut Jónsdóttir sálfræðingur mun sinna þjónustu í verktöku fyrir Skólaþjónustuna fram á sumar. Áformað er að auglýsa stöðu sálfræðings aftur undir vorið.
Fundargerðin lesin upp og undirrituð
Fundi slitið