Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings
1. Lögð fram til kynningar skýrsla um ytra mat skólaþjónustunnar unnin af Gerði G. Óskarsdóttur. Þetta ytra mat á skólaþjónustu Árnesþings fyrsta eina og hálfa ár starfseminnar bendir til markvissra vinnubragða og mikillar ánægju með starfsemina. Unnið verður úr gagnlegum ábendingum sem fram komu í skýrslunni á komandi ári.
2. Lagt fram til kynningar samkomulag um tilrauna verkefni Vinnumálastofnunar Suðurlands (VMST) og Skóla-og velferðarþjónustu Árnesþings. Verkefnið er ætlað til að virkja atvinnuleitiendur sem eru á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi og eru án atvinnuleysisbótaréttar. Vinnumálastofnun mun veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf og vinnumiðlun fyrir þenna hóp. Honum mun standa til boða vinnumarkaðsúrræði á vegum VMST eins og starfsleitarnámskeið, virknifundir og sjálfstyrkingarnámskeið. Sveitarfélagöin sem standa að samningum munu bjóða upp á starfsþjálfunarpláss. Í framhaldi að undirritun samnings mun fara fram endurskoðun á fjárhagsaðstoðarreglum hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
3. Trúnaðarmál. 3 mál skráð í trúnaðarmálabók.
Fundi slitið.