Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings
Ásmundur Lárusson og Sigurbára Rúnarsdóttir boðuðu forföll.
1. Ráðning starfsmanna.
Kolbrún Sigþórsdóttir hefur verið ráðin í starf kennsluráðgjafa, en hún tekur við af Ólínu Þorleifsdóttur sem lætur af störfum 1. ágúst. Nefndin þakkar Ólinu fyrir vel unnin störf og býður Kolbrúnu velkomna til starfa. Sveitarfélagin í Uppsveitum Árnessýslu og Flóa hafa ráðið til sín náms- og starfsráðgjafa, í fullt starf sem mun sinna námsráðgjöf í öllum grunnskólum á þeirra svæði. Náms- og starfsráðgjafi sem ráðin var heitir Guðrún María Sigurbjörnsdóttir og mun hún hefja störf 1. ágúst n.k. Nefndin býður hana velkomna til starfa.
2. Lagt fram til kynningar niðurstöður úr Hljóm 2- athugun á hljóð- og málvitund leikskólabarna 2014-2016.
3. Lagt fram til kynningar niðurstöður könnunar um líðan og heilbrigði nemenda í 5. bekk.
4. Endurmenntunarsjóður grunnskóla.
Skóla- og velferðarþjónustu fékk styrk úr endurmenntunarsjóði grunnskóla fyrir árið 2016-2017 að upphæð kr. 774.000. Þau verkefni sem fengu styrk voru:
Lífsleikni og jákvæð samskipti kennara og nemenda í skólastofunni
Efling orðaforða nemend af erlendum uppruna
Flokkun málörvunarefni í grunnskóla
Myndrænt skipulag í skólastofunni
Fjölbreyttir kennsluhættir og menendmiðið nám
Tölvunotkun unglinga
Kvíði og tilfingavandi nemenda
ADHD og skólinn
5. Lagt fram yfirlit fjárhagaðstoðar tímabilið janúar -júní 2016.
Fundi slitið.